
Grunnskólakennari hefur verið handtekinn eftir að lögregluhundur fann kókaín í veski kennarans.
Kennarinn, sem heitir Virginia Somers, var handtekinn í Westdale grunnskólanum í Baton Rouge í Louisiana í síðustu viku en lögreglan framkvæmdi óvænta fíkniefnaleit í skólanum. Somers, sem er stærðfræðikennari, hefur starfað sem kennari í áratug.
Samkvæmt fjölmiðlum í Baston Rouge sagði kennarinn við lögregluna að hún hafi verið að geyma fíkniefnin fyrir vin sinn og gleymt að skila þeim en þegar lögregla framkvæmdi leit í bíl Somers fannst gras og tól til fíkniefnanotkunar.
Somers hefur verið ákærð af lögreglu vegna eiturlyfjanna.
Í tilkynningu frá skólayfirvöldum á svæðinu segir að fíkniefnanotkun sé ekki í lagi og gildi einu hvort það séu kennarar eða nemendur sem séu teknir fyrir slíka notkun. Ekki liggur fyrir hvort Somers hefur verið sagt upp.

Komment