
Leikskólinn Múlaborg er í ReykjavíkEkki er búið að nafngreina hinn leikskólann
Mynd: Reykjavíkurborg
Starfsmaður í leikskólanum Múlaborg er grunaður um kynferðisbrot gegn fleiri en tíu börnum en RÚV greinir frá þessu.
Starfsmaðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi frá 12. ágúst en barn á leikskólanum greindi foreldrum sínum frá meintu broti í ágúst en starfsmaðurinn er á þrítugsaldri. Hófst rannsókn á málinu í kjölfarið.
Þá er annað kynferðisbrotamál á leikskóla til rannsóknar hjá lögreglu en þar var starfsmaður handtekinn en sleppt eftir að búið væri að yfirheyra hann. Ekki var talið tilefni að setja viðkomandi í gæsluvarðhald. Rannsókn á því máli er sagt vera á viðkvæmu stigi.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment