
Í dagbók lögreglu frá því í dag er greint frá því að hávaðakvörtun hafi borist úr Hlíðunum og lofaði húsráðandi að lækka. Þá var líka tilkynnt um líkamsárás í Hlíðunum. Einn aðili var handtekinn á vettvangi en sá var í annarlegu ástandi. Hann var einnig með fíkniefni á sér og þau voru haldlögð af lögreglu. Aðilinn var færður í fangaklefa þangað til að hægt er að taka af honum skýrslu vegna gruns um líkamsárás og vörslu fíkniefna.
Lögreglan fékk tilkynningu um þjófnað í miðbænum og náðist þjófurinn á upptöku og er málið í rannsókn.
Í Múlahverfinu var ráðist á einstakling og var gerandinn handtekinn. Sá var í annarlegu ástandi og var færðu í fangaklefa þar til hægt verður að yfirheyra hann.
Fimm skráningarmerki voru fjarlægð af bílum í Mosfellsbæ af ýmsum ástæðum
Þá er lögreglan með innbrot til rannsóknar sem átti sér stað í Grafarvogi.
Tilkynnt var um yfirstaðna líkamsárás og eignaspjöll í hverfi 113. Lögregla fór á staðinn og tók framburðarskýrslu af brotaþola. Stuttu síðar voru lögreglumenn í almennu eftirliti í Grafarvogi og þegar lögreglumenn sáu aðila sem var grunaður gerandi í þessu máli. Lögreglumenn tóku af honum framburð vegna málsins. Að því loknu var hann frjáls ferða sinna.
Komment