
Sænski aðgerðarinninn Greta Thunberg er laus úr haldi Ísraela en hún er í hópi 171 aðgerðarsinna sem fluttir hafa verið til Slóveníu og til Grikklands.
Ljósmyndarar náðu myndum af Gretu við komu hennar á Eilat-flugvöllinn í Aþenu en á þeim virtist hin unga hugsjónakona vera langt niðri. Sagt hefur verið frá því að Greta hafi sérstaklega verið tekin fyrir af Ísraelum þegar þeir handtóku aðgerðarsinnana úr Frelsisflotanum á dögunum.

Vitni hafa sagt frá því hvernig Greta var dregin eftir gólfi fangelsisins á hárinu og hún neydd til þess að kyssa ísraelska fánann og sitja fyrir á ljósmyndum með fánann í höndunum. Þá hafa aðgerðarsinnarnir talað um að þeim hafi verið neitað um vatn og hafi neyðst til að drekka vatn úr klósettinu.
Utanríkisráðuneyti Ísraels neitaði þeim ásökunum en Þjóðaröryggismálaráðherra landsins, Itamar Ben-Gvir montaði sig hinsvegar á hinni slæmu meðferð sem aðgerðarsinnarnir voru beittir í fangelsinu.
Komment