
Götubitahátíðin 2025Það fer enginn svangur af hátíðinni
Mynd: Víkingur
Götubitahátíðin 2025 stendur nú yfir í Hljómskálagarðinum en henni líkur í dag.
Metþátttaka söluaðila er á hátíðinni í ár en hátt í 40 söluaðilar eru á svæðinu með matarvagna. Þá eru sölubásar einnig á svæðinu auk leiktækja fyrir yngri börnin.
Samhliða hátíðinni fer fram keppnin um Besta Götubita Íslands 2025 og er það einvalalið dómnefndar sem sker úr um það. Í dómnefndinni eru þau Óli Óla, Hrefna Sætran, Adam Karl, Snædís Xyza Mae Jónsdóttir og Eyþór Mar.
Síðasti dagur hátíðarinnar er í dag en opið er frá 12:00 til 18:00.
Ljósmyndari Mannlífs skrapp á hátíðina og smellti af nokkrum ljósmyndum sem sjá má hér fyrir neðan.

Frá hátíðinniLeiktæki eru í garðinum fyrir yngri gestina
Mynd: Víkingur

Frábær mætingVel hefur verið mætt á hátíðina í ár
Mynd: Víkingur

Lifa og njótaGestir gæða sér á góðum götubita
Mynd: Víkingur

Frá hátíðinniBlíða hefur einkennt helgina í höfuðborginni
Mynd: Víkingur

Góður götubitiÚrvalið er stórgott á hátíðinni
Mynd: Víkingur

Götubiti ársins?Leiðin að hjarta margra er í gegnum magann
Mynd: Víkingur

SáttirSaddir og sáttir
Mynd: Víkingur
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment