Ingibergur Þór Jónasson formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur hefur nú tilkynnt um breytingar á þjálfarateymi Grindavíkinga fyrir næsta tímabil.
Ingibergur segir að það sé „okkur sönn ánægja að tilkynna að körfuboltagoðsögnin Helgi Már Magnússon verður hluti af þjálfarateymi meistaraflokks karla næsta vetur.“

Helga þarf ekkii að kynna fyrir íslenskum körfuboltaaðdáendum, en hann er margfaldur Íslands- deildar- og bikarmeistari með KR og lék á sínum ferli 95 landsleiki.
Eftir að ferlinum lauk hellti Helgi sér út í þjálfun en síðustu tímabil hefur hann gert garðinn frægan í sjónvarpinu sem einn helsti sérfræðingur Körfuboltakvölds og segir Ingibergur að „við erum gríðarlega ánægð með að Helgi hafi ákveðið að taka þjálfaraskóna af hillunni og bjóðum hann velkominn til starfa..“

Og um leið og einn kemur og segir hæ þá kveður annar og Ingibergur segir að lokum að við „þökkum Jóhanni Árna Ólafssyni fyrir hans störf sem aðstoðarþjálfari og fyrir hans ómetanlega framlag til Grindavíkur.“
Komment