
Glúmur Baldvinsson, alþjóðastjórnmálafræðingur, lenti í óvenjulegum aðstæðum þegar hann mætti til tannlæknis í hádeginu eftir að tvær framtennur höfðu óvart hrukkið úr.
Í færslu á Facebook segir Glúmur frá atvikinu með sinni kunnuglegu kímni. Hann lýsir því hvernig hann settist í biðstofuna, dálítið snemma á ferðinni, og var þar í makindum sínum þegar gullfalleg kona gekk inn.
„Ég gat ekki annað en litið upp og dáðst að því sem fyrir augum bar,“ skrifar hann. Augu þeirra hafi mætst, ekki einu sinni heldur tvisvar, og áður en konan hvarf út hafi hún litið aftur inn og brosað til hans.
„Því miður gat ég ekki endurgoldið brosið tannlaus,“ bætir hann við og segir atvikið hafa gert bjargað deginum:
„Ég gleymdi samstundis þessum óheppilega tannmissi. Og brosti innra og hugsaði með mér: Glúmur, you still got it.“

Komment