Það er ekki aðeins í Reykjavík þar sem kyngir niður snjó heldur á það við um sveitarfélögin í kringum höfuðborgina líka.
Í tilkynningu frá lögreglu er sagt frá því að miklum röðum við hjólbarðaverkstæði sem valda töfum í umferðinni, meðal annars, á stofnbrautum.
„Lögreglan beinir sjónum sínum að stofnbrautakerfinu og er að leggja áherslu á að halda því opnu. Þegar þessi orð eru rituð þá eru tæki að fara á Kringlumýrarbraut við Bústaðaveg til að fjarlægja vanbúin ökutæki sem stöðva stóran part af þeirri umferð sem þar er á leið til Reykjavíkur. Þessi ökutæki valda því að bílaraðir ná enn til Garðabæjar. Einnig er verið að kalla til dráttarbílaþjónustur til að fjarlægja þessi ökutæki af stofnbrautunum,“ segir í tilkynningunni.
Víkingur Óli Magnússon, ljósmyndari Mannlífs, myndaði ástandið í Kópavogi.


Komment