
Nú er loksins lokið gjaldþrotaskiptum BS Turn ehf., sem rak veislusal á efstu hæð Turnsins, tólf árum eftir gjaldþrotið.
BS Turn ehf., er rak veisluaðstöðu í tveimur efstu hæðum Turnsins á Smáratorgi í Kópavogi, er lokið.
Ekkert fékkst upp í lýstar kröfur kröfuhafa félagsins líkt og segir í frétt vb.is.
Það er meira en langt síðan félagið var úrskurðað gjaldþrota - tólf ár, sem gera um það bil fjögur þúsund daga.
Það var Héraðsdómur Reykjaness sem úrskurðaði félagið gjaldþrota, í október mańuði árið 2013.
Skiptalokum lauk ekki fyrr en í síðustu viku.
Kemur fram að kröfuhafar lýstu 658 milljónum í búið, en þeir fengu nákvæmlega ekki neitt upp í þær kröfur.
Félagið áðurnefnda, er rak hádegisverðarstað ásamt funda-, ráðstefnu- og veislusölum á 19. hæð turnsins og veislusal á 20. hæð, skilaði síðast ársreikningi fyrir fjórtań árum síðan.
Samkvæmt Credit Info var það Þorsteinn Hjaltested sem var stærsti hluthafi félagsins, með 24 prósent, þar á eftir kom Pálmi Sigurðsson með 16 prósent og Eggert Árni Gíslason átti 12 prósent hlut í félaginu. Aðrir hluthafar áttu 48 prósenta hlut, en samkvæmt Credit Info var það Sverrir Bergmann Pálmason sem var skráður raunverulegur eigandi.
Komment