1
Innlent

Glúmur hefur horft upp á „menn missa alla fjölskylduna í veðmálum“

2
Innlent

Rafmagnshlaupahjól og bifreið lentu saman - Ökumaður kærður fyrir að vera með filmur

3
Pólitík

Ætlar að loka glufum og draga úr undanþágum í skattkerfinu

4
Innlent

Keyrði dópaður með fullan bíl af efnum og seðlum

5
Innlent

Gæti tekið áratugi að vinna upp biðlista að óbreyttu

6
Heimur

Danir banna dróna

7
Innlent

„Sex þúsund Íslendingar verða fyrir áhrifum af sjálfsvígum á hverju ári“

8
Innlent

Hiti á bilinu tíu til fimmtán stig

9
Grein

„Rússland hefur engin áform um að binda enda á þetta stríð“

Til baka

Gjaldfrjálsar skólamáltíðir skýr ávinningur fyrir grunnskólabörn

Foreldrar, skólastjórnendur og sveitarfélög eru ánægð með hvernig til hefur tekist varðandi gjaldfrjálsar skólamáltíðir

Eyjólfur Ármannsson
Gjaldfrjálsar máltíðir í grunnskólum eru til umræðuForeldrar eru ánægðir með málið
Mynd: Stjórnarráðið

Foreldrar, skólastjórnendur og sveitarfélög sjá mikinn ávinning af gjaldfrjálsum skólamáltíðum í grunnskólum landsins, en þetta er á meðal þess er fram kemur í nýrri skýrslu starfshóps sem innviðaráðherra skipaði til að leggja mat á nýtingu og áhrif gjaldfrjálsra skólamáltíða.

Skýrslan var kynnt á ríkisstjórnarfundi nú í morgun.

Að mati starfshópsins tókst vel til á fyrsta skólaári eftir að skólamáltíðir í grunnskólum urðu gjaldfrjálsar og ennfremur að ávinningurinn væri skýr fyrir grunnskólabörn, en hins vegar þurfi að svara nokkrum spurningum varðandi verkefnið til framtíðar.

Gjaldfrjálsar skólamáltíðir voru liður í aðgerðum stjórnvalda í fyrra í þeim tilgangi að styðja við gerð langtímakjarasamninga á vinnumarkaði og leggja grundvöll að bættum lífskjörum og kaupmætti launafólks.

Samþykkti Alþingi í fyrra að heimila Jöfnunarsjóði sveitarfélaga að greiða sveitarfélögum er bjóða upp á skólamáltíðir framlög á árunum 2024-2027 og segir Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra „að það sé ákaflega mikilvægt að hlúa vel að börnum í grunnskólum landsins með því að gefa öllum kost á næringarríkum skólamáltíðum. Þetta tryggir jafnræði og eflir lýðheilsu. Mikilvægt er að þróa þetta verkefni áfram þannig að það nýtist samfélaginu og börnunum okkar sem best.“

Guðmundur Ingi Kristinsson

Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra segir að gjaldfrjálsar skólamáltíðir séu mikilvægar til þess að auka jöfnuð og draga úr fátækt á meðal barna og segir að nú sé „jafnframt frumvarp til laga um námsgögn til meðferðar á Alþingi sem miðar að því að gera námsgögn gjaldfrjáls í áföngum fram að 18 ára aldri. Öll börn eiga að standa jafnfætis öðrum þegar kemur að menntun næstu kynslóða.“

Í skýrslunni áðurnefndu segir að starfshópurinn hafi unnið þrjár spurningakannanir til þess að meta reynslu af gjaldfrjálsum skólamáltíðum og ekki síður að kalla eftir ábendingum. Ein könnunin var lögð fyrir sveitarfélög, önnur fyrir stjórnendur grunnskóla og sú þriðja fyrir foreldra og/eða forráðafólk barna í grunnskóla og var foreldrakönnunin gerð á íslensku, ensku og pólsku.

Það kemur í ljós, samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar, að foreldrar og forráðafólk grunnskólabarna eru ánægð með verkefnið, en alls kváðust 81% vera mjög eða nokkuð jákvæð með verkefnið en aðeins 7% lýstu sig nokkuð eða mjög neikvæð gagnvart því.

austurbaejarskoli7

Í skýrslunni segir einnig að skólastjórnendur sjái mikinn og góðan ávinning af verkefninu. Lýsi litlum eða engum áskorunum, en þar sem þær eru nefndar snúast þær einkum um áhyggjur af matarsóun og fjármögnun. Þá er bent á að sveitarfélög sjá einnig ávinning af gjaldfrjálsum skólamáltíðum, sem felist í því að öllum börnum eru tryggðar skólamáltíðir, algjörlega óháð efnahag og að fleiri börn nýti sér máltíðirnar.

Eins og kom fram þá er ávinningurinn þó ekki án nokkurra áskorana þar sem kostnaður hefur aukist hjá meirihluta sveitarfélaga vegna fjölgunar nemenda sem nýti skólamáltíðir; mótframlag ríkisins nemi einungis hluta af heildarkostnaði, auk þess sem verð á matvöru fari hækkandi.

Þá kemur það fram í skýrslunni að skráning barna í skólamáltíðir hefur aukist í öllum bekkjum eftir að máltíðirnar urðu gjaldfrjálsar; mest í eldri bekkjum þar sem þátttaka var minni fyrir.

Starfshópurinn setti fram sex ábendingar til stjórnvalda, ríkis og sveitarfélaga og unnið verður úr þeim á vettvangi ríkis og sveitarfélaga.

Matarsóun

Ábendingarnar snúa að matarsóun, gera íhlutanir til að minnka hana, þá þarf að hafa eftirlit með gæðum máltíða og næringarinnihaldi. Tryggja þarf fjármagn fyrir gæðaríkri skólamáltíð og tryggja þarf að til staðar séu upplýsingar sveitarfélaga um raunkostnað. Að lokum þarf að skýra hvort gjaldfrjálsar skólamáltíðir eigi eingöngu við um hádegisverð eða alla málsverði á skólatíma og að taka þurfi ákvörðun um framhald verkefnisins er því lýkur árið 2027.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

„Rússland hefur engin áform um að binda enda á þetta stríð“
Grein

„Rússland hefur engin áform um að binda enda á þetta stríð“

Utanríkisráðherra kallaði eftir því að þjóðir heims tækju höndum saman
„Sex þúsund Íslendingar verða fyrir áhrifum af sjálfsvígum á hverju ári“
Innlent

„Sex þúsund Íslendingar verða fyrir áhrifum af sjálfsvígum á hverju ári“

Keyrði dópaður með fullan bíl af efnum og seðlum
Innlent

Keyrði dópaður með fullan bíl af efnum og seðlum

Ætlar að loka glufum og draga úr undanþágum í skattkerfinu
Pólitík

Ætlar að loka glufum og draga úr undanþágum í skattkerfinu

Gæti tekið áratugi að vinna upp biðlista að óbreyttu
Innlent

Gæti tekið áratugi að vinna upp biðlista að óbreyttu

Glúmur hefur horft upp á „menn missa alla fjölskylduna í veðmálum“
Innlent

Glúmur hefur horft upp á „menn missa alla fjölskylduna í veðmálum“

Hiti á bilinu tíu til fimmtán stig
Innlent

Hiti á bilinu tíu til fimmtán stig

Rafmagnshlaupahjól og bifreið lentu saman - Ökumaður kærður fyrir að vera með filmur
Innlent

Rafmagnshlaupahjól og bifreið lentu saman - Ökumaður kærður fyrir að vera með filmur

Hallfríður Lilja Einarsdóttir er fallin frá
Minning

Hallfríður Lilja Einarsdóttir er fallin frá

Gersemi í Grafarvogi til sölu
Myndir
Fólk

Gersemi í Grafarvogi til sölu

Borgin endurnýjar samning sinn við Samtökin ’78
Innlent

Borgin endurnýjar samning sinn við Samtökin ’78

Innlent

„Sex þúsund Íslendingar verða fyrir áhrifum af sjálfsvígum á hverju ári“
Innlent

„Sex þúsund Íslendingar verða fyrir áhrifum af sjálfsvígum á hverju ári“

„Tíma­mót í sjálfs­vígs­for­vörnum“ segir þingflokksformaður Framsóknar, í grein þar sem hún fjallar um geðrækt og sjálfsvígsforvarnir
Rafmagnshlaupahjól og bifreið lentu saman - Ökumaður kærður fyrir að vera með filmur
Innlent

Rafmagnshlaupahjól og bifreið lentu saman - Ökumaður kærður fyrir að vera með filmur

Keyrði dópaður með fullan bíl af efnum og seðlum
Innlent

Keyrði dópaður með fullan bíl af efnum og seðlum

Gæti tekið áratugi að vinna upp biðlista að óbreyttu
Innlent

Gæti tekið áratugi að vinna upp biðlista að óbreyttu

Glúmur hefur horft upp á „menn missa alla fjölskylduna í veðmálum“
Innlent

Glúmur hefur horft upp á „menn missa alla fjölskylduna í veðmálum“

Hiti á bilinu tíu til fimmtán stig
Innlent

Hiti á bilinu tíu til fimmtán stig

Loka auglýsingu