1
Peningar

Tuttugu Hafnfirðingar með fulla vasa fjár

2
Peningar

Blússandi hagnaður hjá Fiskikónginum

3
Pólitík

Milljónir í vasa Áslaugar Örnu

4
Innlent

Stjórn RÚV hefur sett fram fyrirvara við þátttöku í Eurovision

5
Heimur

Charlie Sheen opnar sig um kynlíf með körlum

6
Minning

Gestur Guðmundsson er fallinn frá

7
Heimur

Púað á Trump á frægu tennismóti

8
Innlent

Selja íbúðir með gervigreindarmyndum

9
Heimur

Naut stangaði mann til bana

10
Innlent

Drukkinn ökuþór í Hafnarfirði

Til baka

Gestur Guðmundsson er fallinn frá

Kerti
Mynd: KinoMasterskaya/Shutterstock

Gestur Guðmundsson, félagsfræðingur, fræðimaður og rithöfundur, lést í gær 7. september, 73 ára að aldri.

Hann fæddist í Reykjavík 28. október 1951. Foreldrar hans voru Guðmundur Ingólfur Gests­son, módelsmiður og verslunarmaður, og Karólína Steinunn Halldórsdóttir, hárgreiðslumeistari og sjúkraliði.

Gestur lauk BA-prófi í félagsfræði frá Háskóla Íslands árið 1976, MA-prófi í Kaupmannahöfn árið 1981 og doktorsprófi þaðan 1991. Hann starfaði lengi sem prófessor í félagsfræði menntunar við Háskóla Íslands og hafði djúp áhrif á fjölda nemenda og samstarfsfólks, að því er fram kemur í frétt mbl.is um andlátið.

Hann varð landsþekktur þegar hann gaf út bókina Rokksaga Íslands árið 1990, sem markaði tímamót í fræðilegri umfjöllun um íslenska tónlistarsögu og festi hann sig í sess sem frumkvöðull í greiningu á tengslum tónlistar, menningar og samfélagsbreytinga.

Gestur skrifaði einnig fjölda fræðirita, bæði á íslensku og erlendum tungumálum, og sinnti kennslu um árabil í Kaupmannahöfn áður en hann tók við stöðu prófessors við Háskóla Íslands árið 2005. Meðal verka hans er bókin Félagsfræði menntunar (2008), fyrsta íslenska yfirlitsritið um greiningu félagsfræðinnar á uppeldi og menntun.

Í störfum sínum sameinaði hann fræðilega dýpt og brennandi áhuga á menningu. Hann var virtur og vel metinn kennari sem lagði ríka áherslu á að varpa ljósi á hvernig samfélagið mótar uppvöxt og menntun nýrra kynslóða, ekki síst þeirra sem standa utan við hefðbundin tækifæri menntakerfisins.

Gestur var ekki síður hlýr og fjölskyldurækin maður, samkvæmt frétt mbl.is. Hann var ástríkur eiginmaður, umhyggjusamur faðir og stoltur afi sem átti náin og kær tengsl við sína nánustu.

Lætur hann eftir sig eiginkonu sína Kristínu Ólafsdóttur félagsfræðing, börnin Ólaf Steinar og Önnu Karólínu sem þau áttu saman, soninn Rúnar Pál, sem hann átti áður, og fimm barnabörn.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Leigubílstjóri í bobba
Innlent

Leigubílstjóri í bobba

Engin verðskrá sýnileg og ekkert rekstrarleyfi til staðar
Olivia Colman og Mark Ruffalo kalla eftir sniðgöngu kvikmynda frá Ísrael
Heimur

Olivia Colman og Mark Ruffalo kalla eftir sniðgöngu kvikmynda frá Ísrael

Naut stangaði mann til bana
Myndband
Heimur

Naut stangaði mann til bana

Selja íbúðir með gervigreindarmyndum
Innlent

Selja íbúðir með gervigreindarmyndum

Svala segir fólk með símana á lofti síðasta haldreipið á Gaza
Innlent

Svala segir fólk með símana á lofti síðasta haldreipið á Gaza

Charlie Sheen opnar sig um kynlíf með körlum
Heimur

Charlie Sheen opnar sig um kynlíf með körlum

Tuttugu Hafnfirðingar með fulla vasa fjár
Peningar

Tuttugu Hafnfirðingar með fulla vasa fjár

Stjórn RÚV hefur sett fram fyrirvara við þátttöku í Eurovision
Innlent

Stjórn RÚV hefur sett fram fyrirvara við þátttöku í Eurovision

Púað á Trump á frægu tennismóti
Myndband
Heimur

Púað á Trump á frægu tennismóti

Hæstiréttur Ísraels úrskurðar: Palestínskum föngum vísvitandi haldið í svelti
Heimur

Hæstiréttur Ísraels úrskurðar: Palestínskum föngum vísvitandi haldið í svelti

Stóðu saman gegn þjóðarmorði
Myndir
Innlent

Stóðu saman gegn þjóðarmorði

Úkraína gefur út handtökuskipun á hendur rapparanum Timati
Heimur

Úkraína gefur út handtökuskipun á hendur rapparanum Timati

Minning

Gestur Guðmundsson er fallinn frá
Minning

Gestur Guðmundsson er fallinn frá

Séra Gylfi Jónsson fallinn frá
Minning

Séra Gylfi Jónsson fallinn frá

Atli Dagbjartsson er fallinn frá
Minning

Atli Dagbjartsson er fallinn frá

Guðrún Björk Kristmundsdóttir er látin
Minning

Guðrún Björk Kristmundsdóttir er látin

Stefán Þórðarson er látinn
Minning

Stefán Þórðarson er látinn

Loka auglýsingu