1
Innlent

Vill að íslensk yfirvöld hjálpi eiginkonu sinni að koma til Íslands

2
Innlent

Segist hafa orðið vitni að hrottalegri líkamsárás leigubílstjóra

3
Innlent

Alma endurkjörin

4
Heimur

Nemandi tilkynnti grunnskólakennara vegna kókaíns

5
Innlent

Kona í Hafnarfirði handtekin fyrir líkamsárás

6
Fólk

Verðlaunaljósmyndari Morgunblaðsins selur risaparhús

7
Innlent

Blaðamaður Heimildarinnar fór í partí hjá Vítisenglum

8
Peningar

Gómsætur hagnaður hjá Freyju

9
Innlent

Ráðstefnugestum í Iðnó hampað

10
Menning

Gervigreindarmynd af Elly Vilhjálms vekur gremju

Til baka

Gerður Pálmadóttir er látin

shutterstock_2479944861
Mynd: Mynd: Shutterstock

Gerður Pálmadóttir, frumkvöðull og athafnakona, lést 4. mars síðastliðinn. Hún var 77 ára.

Gerður fæddist 24. febrúar 1948 í Reykjavík og ólst þar upp. Foreldrar hennar voru Aðalheiður Árný Árnadóttir og Pálmi Pétursson kennari.

Árið 1966 útskrifaðist Gerður úr Verzlunarskóla Ísland og fór síðan í nám í Myndlista- og handíðaskólanum í Reykjavík. Útskrifaðist hún þaðan úr grafíkdeild árið 1980. Á sama tíma og hún stundaði nám sitt hóf hún að selja notaðar flíkur á útimarkaði á Lækjartorgi. Í framhaldi af því hóf hún rekstur á versluninni Flónni í Hafnarstræti, síðar á Vesturgötunni.

Lengi vel var Gerður kennd við þá verslun en árið 1989 hætti hún rekstrinum og flutti til Hollands.

Gerður stofnaði fyrirtækið Freezing Point í Hollandi, þar sem hún hannaði bæði og framleiddi fatnað með fínum árangri. Á sama tíma stofnaði hún fyrirtækið ARTitIS árið 1995, sem rak verslanir á Shiphol-flugvelli. Þar var lögð áhersla á íslenska hönnun og handverk. Rak hún ARTitIS allt til ársins 2008 er hún seldi reksturinn. Gerður var þó hvergi nærri hætt því hún fékk úthlutað plássi í Westergasfabrik í Amsterdam, sem var gömul gasverksmiðja sem breytt var í Miðstöð lista, skapandi greina og viðskipta. Gerður rak þar hönnunar- og listagallerí þar tilhún flutti aftur til Íslands 2015 og stofnaði Hugvirkjun, með áherslu á eflingu íslensks hugvits.

Samkvæmt mbl.is, sem segir frá andláti Gerðar, lét hún samfélagsmál sig alltaf mikið varða en hún framleiddi á tímabili fatnað í Bangladess en á meðan hún dvaldi þar stofnaði hún lítinn enskuskóla fyrir börn, svo þau gætu búið sig betur undir framtíðina. Helsti ráðgjafi hennar var enginn annar en Muhammad Yunus, einn af stofnendum Grameen-banka sem fékk friðarverðlaun Nóbels árið 2006 fyrir að veita fátæku fólki hagstæð lán.

Gerður var aukreitis einn stofnenda Félags aðstandenda alzheimersjúklinga og var þar í stjórn.

Börn Gerðar með Gunn­ari Páls­syni eru Pálmi Þór, fæddur 1969, og Svan­hvít, fædd 1971. Barna­börn­in eru Sunna Rún, Gunn­ar Tóm­as, Ern­ir Þór og Gerður Lind og barna­barna­börn­in Tóm­as Þór og dreng­ur sem er ný­fædd­ur.

Útför Gerðar fer fram frá Hafn­ar­fjarðar­kirkju föstu­dag­inn 21. mars klukk­an 15.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Hjördís lýsir hættulegu atviki á mótmælunum á föstudaginn
Innlent

Hjördís lýsir hættulegu atviki á mótmælunum á föstudaginn

„Stigmögnun í samfélaginu þegar kemur að afmennskun mótmælenda“
Sjálfstæðismenn ósáttir við Sigfús
Slúður

Sjálfstæðismenn ósáttir við Sigfús

Fer frá Boston á Höfðabakka
Peningar

Fer frá Boston á Höfðabakka

Jón Gnarr biður Guð að blessa Grindavík
Innlent

Jón Gnarr biður Guð að blessa Grindavík

Gervigreindarmynd af Elly Vilhjálms vekur gremju
Menning

Gervigreindarmynd af Elly Vilhjálms vekur gremju

Ben-Gvir stoltur af illri meðferð á aðgerðasinnunum
Heimur

Ben-Gvir stoltur af illri meðferð á aðgerðasinnunum

Drukkinn bílstjóri réðst á vegfaranda í Kópavogi
Innlent

Drukkinn bílstjóri réðst á vegfaranda í Kópavogi

Segist hafa orðið vitni að hrottalegri líkamsárás leigubílstjóra
Innlent

Segist hafa orðið vitni að hrottalegri líkamsárás leigubílstjóra

Nemandi tilkynnti grunnskólakennara vegna kókaíns
Heimur

Nemandi tilkynnti grunnskólakennara vegna kókaíns

Verðlaunaljósmyndari Morgunblaðsins selur risaparhús
Myndir
Fólk

Verðlaunaljósmyndari Morgunblaðsins selur risaparhús

Vill að íslensk yfirvöld hjálpi eiginkonu sinni að koma til Íslands
Viðtal
Innlent

Vill að íslensk yfirvöld hjálpi eiginkonu sinni að koma til Íslands

Blaðamaður Heimildarinnar fór í partí hjá Vítisenglum
Innlent

Blaðamaður Heimildarinnar fór í partí hjá Vítisenglum

Innlent

Hjördís lýsir hættulegu atviki á mótmælunum á föstudaginn
Innlent

Hjördís lýsir hættulegu atviki á mótmælunum á föstudaginn

„Stigmögnun í samfélaginu þegar kemur að afmennskun mótmælenda“
Blaðamaður Heimildarinnar fór í partí hjá Vítisenglum
Innlent

Blaðamaður Heimildarinnar fór í partí hjá Vítisenglum

Jón Gnarr biður Guð að blessa Grindavík
Innlent

Jón Gnarr biður Guð að blessa Grindavík

Drukkinn bílstjóri réðst á vegfaranda í Kópavogi
Innlent

Drukkinn bílstjóri réðst á vegfaranda í Kópavogi

Segist hafa orðið vitni að hrottalegri líkamsárás leigubílstjóra
Innlent

Segist hafa orðið vitni að hrottalegri líkamsárás leigubílstjóra

Vill að íslensk yfirvöld hjálpi eiginkonu sinni að koma til Íslands
Viðtal
Innlent

Vill að íslensk yfirvöld hjálpi eiginkonu sinni að koma til Íslands

Loka auglýsingu