
Mikið grín hefur verið gert að sveitarstjórn Fjallabyggðar eftir að Benedikt Snorri Hallgrímsson birti myndband af vegmerkingum í sveitarfélaginu, sem teljast nokkuð skrautlegar.
„Eg a hreinlega ekki nogu mörg orð yfir þetta. Finnst Fjallabyggð þetta vera nógu fínt? Og nei þetta var ekki málað aðfaranótt laugardags a leiðinni heim fra barnum. Þetta er gert af fyrirtæki sem sérhæfir sig i götumerkingum,“ skrifaði Benedikt á Facebook ásamt myndbandinu.
Tæplega 300 þúsund sinnum hefur verið horft á myndbandið og hafa athugasemdirnar hrannast til. Grínast margir með að þarna hafi augljóslega verið drukknir einstaklingar á ferð.
„Mín fyrstu viðbrögð eru þau að búið er að lagfæra þessa línu og var það gert í gær,“ sagði Þórir Hákonarson bæjarstjóri í samtali við Mannlíf. Hann vildi hins vegar ekkert segja hver bæri ábyrgð á þessu verki.
Komment