Stefán Einar Stefánsson og Sara Lind Guðbergsdóttir hafa haldið í sitthvora áttina og reyna nú að selja fallega eign sína í Garðabæ
Blaðamaðurinn og siðfræðingurinn Stefán Einar Stefánsson er með eign sína og fyrrum eiginkonu sinnar á sölu og vill losna við hana sem fyrst. Eignin er alls 244 fermetrar og á tveimur hæðum.

Stefán Einar telur upp kosti eignarinnar, en ekki er langt síðan leiðir skildu hjá Stefáni Einari og Söru Lind Guðbergsdóttur lögfræðingi og framkvæmdastjóra Climeworks á Íslandi, eftir áralangt hjónaband.

„Spennandi fjölskylduhús“ segir hann og bætir því við að í garðinum sé „besta sauna sem smíðuð hefur verið á Íslandi, grínlaust,“ og ekki bara það heldur er líka „risastórt útieldhús, ítalskar flísar á garðinum þverum og endilöngum, geggjaður pottur og á fallegum, skjólríkum stað stendur blæösp sem á eftir að verða mikil bæjarprýði.“

Stefán Einar og Sara Lind settu parhús sitt í Urriðaholti á sölu í maí síðastliðnum og er ásett verð rétt rúmar tvö hundruð milljónir króna en húsið var byggt árið 2018. Stendur við Mosagötu í Urriðaholti.
Komment