
Það hafa verið sögusagnir um að fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, Tony Blair, gæti stýrt Gaza tímabundið sem hluti af stríðslokaplaninu sem Donald Trump hefur lagt fram. Fjölmargir hafa brugðist við þessu og gagnrýnt hugmyndina harðlega.
Husam Badran, meðlimur í pólitíska armi Hamas, sagði að palestínska fólkið sé ekki „minnihlutahópur sem þurfi forsjá“, og bætti við að allar ákvarðanir um „Gaza eða Vesturbakkann séu innri palestínsk mál sem verði leyst innanlands, en ekki þvinguð af erlendum kröfum“. Hann bætti við að Blair ætti að sitja fyrir dóm vegna hlutverks síns í innrás Bandaríkjanna í Írak árið 2003, ekki stjórna Gaza. „Allar áætlanir sem tengjast Blair eru slæmir fyrirboðar.“
Rima Hassan, frönsk-palestínsk þingkona á Evrópuþinginu, sagði í viðbrögðum við sögusögnina: „Að afnýlenduvæða Palestínu þýðir að afnýlenduvæða hana frá ÖLLUM hennar nýlenduherrum.“
Yanis Varoufakis, fyrrverandi fjármálaráðherra Grikklands og rithöfundur, sagði að þetta væri „klassískir Blair-tilburðir“ að kynna sjálfan sig fyrir slíku hlutverki. „Stríðsglæpamaðurinn sjálfur krefst fimm ára skipunar til að stjórna svæði Ísraelska þjóðarmorðsins fyrir Donald Trump í besta anda hvítra nýlenduverkefna,“ skrifaði hann á X.
Chris Doyle, framkvæmdastjóri Council for Arab-British Understanding, sagði í samtali við Times Radio að ferill Blair í Miðausturlöndum, sem felldi í sér stuðning við George Bush í eyðileggjandi og ólöglegu stríði gegn Írak árið 2003, væri „ekki eitthvað til að stæra sig af … Hann hefur ekki traust né trúverðugleika hjá Palestínumönnum.“
Francesca Albanese, sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna um Palestínu, skrifaði: „Tony Blair? Aldrei í lífinu.“
Sagnfræðingurinn og rithöfundurinn William Dalrymple bætti við: „Miðað við framúrskarandi feril Blair í Miðausturlöndum, hvað gæti mögulega farið úrskeiðis?“
Komment