1
Menning

Barnaveiki í Stykkishólmi

2
Fólk

Gersemi í Grafarvogi til sölu

3
Minning

Hallfríður Lilja Einarsdóttir er fallin frá

4
Minning

Birna Óladóttir er látin

5
Menning

GDRN með Kristmund Axel á heilanum

6
Heimur

14 ára stelpa látin eftir brjóstastækkunaraðgerð

7
Innlent

Nágrannaerjur fóru úr böndunum

8
Innlent

Veðrið lék landsmenn grátt

9
Innlent

Rafmagnshlaupahjól og bifreið lentu saman - Ökumaður kærður fyrir að vera með filmur

10
Innlent

Borgin endurnýjar samning sinn við Samtökin ’78

Til baka

Gæti tekið áratugi að vinna upp biðlista að óbreyttu

Fulltrúar óhagnaðardrifinna leigufélaga ætla að leggja fram tillögur er miða að breytingum á fjármögnun íbúða innan almenna kerfisins

Reykjavík
Fulltrúar óhagnaðardrifinna leigufélagaÆtla að leggja fram tillögur er miða að breytingum á fjármögnun íbúða innan almenna kerfisins
Mynd: Víkingur

Komið er á daginn að fulltrúar óhagnaðardrifinna leigufélaga ætla sér að leggja fram tillögur er miða að breytingum á fjármögnun íbúða innan almenna kerfisins. Segja fulltrúarnir að eftirspurn eftir íbúðum sé svo mikil að það gæti tekið áratugi að vinna upp biðlista að óbreyttu.

Hátt vaxtastig og fjármögnunarkostnaður gerir rekstur óhagnaðardrifinna leigufélaga erfiðan og byggingarhæfar lóðir vantar til að tryggja áframhaldandi uppbyggingu íbúða fyrir tekju- og eignaminni heimili.

Í síðustu viku hittust fulltrúar óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga ásamt HMS (Húsnæðis- og mannvirkjastofnun) á samráðsvettvangi sem myndaður var til að efla uppbyggingu íbúða með viðráðanlegum húsnæðiskostnaði.

Vettvangurinn var stofnaður í kjölfar rammasamnings ríkis og sveitarfélaga og hefur reynst vel sem formlegur vettvangur samráðs milli félaganna og stjórnvalda.

Á fundinum var fjallað um stöðu verkefna er félögin vinna að og líka var fjallað um helstu hindranir í vegi áframhaldandi uppbyggingar; Þar var meðal annars bent á að hátt vaxtastig og óhagstæð fjármögnunarskilyrði geri ný verkefni áfram erfið; nýjar íbúðir séu víða ekki sjálfbærar án niðurgreiðslu félaganna og það verði til þess að íhuga þurfi vandlega hvort raunverulega sé hægt að fara af stað með næstu uppbyggingarverkefni.

Kemur fram að slípa þurfi til stuðningskerfi hins opinbera; með meiri sveigjanleika í veitingu stofnframlaga svo hægt sé að nýta það fjármagn með markvissari og betri hætti.

Fulltrúar óhagnaðardrifinna leigufélaga telja að það þyrfti að hækka stofnframlög sem og viðbótarframlög til íbúða er sérstaklega eru ætlaðar fötluðu fólki og leita leiða til þess að bjóða langtímalán með lægri vöxtum heldur en bjóðast félögunum nú.

Minnst er á að skortur sé á byggingarhæfum lóðum þrátt fyrir fögur fyrirheit; jákvæðar undirtektir sveitarfélaga hafi lítið raungerst að undanförnu en afar mikil eftirspurn er eftir íbúðum hjá öllum félögunum; hafa biðlistar lengst verulega mikið síðustu ár, sem getur mögulega tekið fleiri áratugi að vinna upp miðað við núverandi framgang.

Fært er í tal að ferlar hjá sveitarfélögum og byggingarfulltrúum geti verið tímafrekir og afgreiðsla erinda dregist um of. Tafir við gerð lóðaleigusamninga og í afgreiðslu byggingarleyfisumsókna ásamt íþyngjandi regluverki, með kröfuharðri byggingareglugerð, eykur á kostnað uppbyggingarverkefna og það veldur hærra leiguverði en annars væri hægt að bjóða.

Fulltrúar óhagnaðardrifinna leigufélaga segja að „þrátt fyrir yfirlýst markmið um einföldun regluverks hefur lítið sést til slíkra umbóta í framkvæmd.“

Einnig er nefnt að „slökkviliðið“ hefur „í auknum mæli sett fram kröfur um brunavarnir sem í einhverjum tilfellum eru taldar ganga lengra en kveðið er á um í byggingareglugerð.“

Að samstarfsvettvangnum koma ásamt HMS; Leigufélagið Bríet, Brák íbúðafélag, Bjarg íbúðafélag, Byggingafélag námsmanna, Félagsstofnun stúdenta, Félagsbústaðir, Búseti, Landssamtökin Þroskahjálp og Brynja leigufélag og mun hópurinn á næstunni leggja fram tillögur um breytingar á fjármögnun og regluverki sem snýr að almennum íbúðum, til að tryggja að leiguverð standi undir markmiðum almennra íbúða um að það fari ekki umfram fjórðung tekna tekjulægri leigjenda.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Glúmur hefur horft upp á „menn missa alla fjölskylduna í veðmálum“
Innlent

Glúmur hefur horft upp á „menn missa alla fjölskylduna í veðmálum“

Glúmur Baldvinsson er ekki hrifinn af veðmálastarfsemi og segir ákveðna hræsni ríkja í kringum starfsemina
Hiti á bilinu tíu til fimmtán stig
Innlent

Hiti á bilinu tíu til fimmtán stig

Rafmagnshlaupahjól og bifreið lentu saman - Ökumaður kærður fyrir að vera með filmur
Innlent

Rafmagnshlaupahjól og bifreið lentu saman - Ökumaður kærður fyrir að vera með filmur

Hallfríður Lilja Einarsdóttir er fallin frá
Minning

Hallfríður Lilja Einarsdóttir er fallin frá

Gersemi í Grafarvogi til sölu
Myndir
Fólk

Gersemi í Grafarvogi til sölu

Borgin endurnýjar samning sinn við Samtökin ’78
Innlent

Borgin endurnýjar samning sinn við Samtökin ’78

Veðrið lék landsmenn grátt
Myndir
Innlent

Veðrið lék landsmenn grátt

14 ára stelpa látin eftir brjóstastækkunaraðgerð
Heimur

14 ára stelpa látin eftir brjóstastækkunaraðgerð

GDRN með Kristmund Axel á heilanum
Menning

GDRN með Kristmund Axel á heilanum

Mesta hvassviðri sem komið hefur að landi í marga mánuði
Innlent

Mesta hvassviðri sem komið hefur að landi í marga mánuði

Nágrannaerjur fóru úr böndunum
Innlent

Nágrannaerjur fóru úr böndunum

Innlent

Gæti tekið áratugi að vinna upp biðlista að óbreyttu
Innlent

Gæti tekið áratugi að vinna upp biðlista að óbreyttu

Fulltrúar óhagnaðardrifinna leigufélaga ætla að leggja fram tillögur er miða að breytingum á fjármögnun íbúða innan almenna kerfisins
Veðrið lék landsmenn grátt
Myndir
Innlent

Veðrið lék landsmenn grátt

Glúmur hefur horft upp á „menn missa alla fjölskylduna í veðmálum“
Innlent

Glúmur hefur horft upp á „menn missa alla fjölskylduna í veðmálum“

Hiti á bilinu tíu til fimmtán stig
Innlent

Hiti á bilinu tíu til fimmtán stig

Rafmagnshlaupahjól og bifreið lentu saman - Ökumaður kærður fyrir að vera með filmur
Innlent

Rafmagnshlaupahjól og bifreið lentu saman - Ökumaður kærður fyrir að vera með filmur

Borgin endurnýjar samning sinn við Samtökin ’78
Innlent

Borgin endurnýjar samning sinn við Samtökin ’78

Loka auglýsingu