
MúlaborgGæsluvarðhaldið rennur út 21 október
Mynd: Reykjavíkurborg
Gæsluvarðhaldið yfir leikskólastarfsmanni á þrítugsaldri, sem talinn er hafa brotið kynferðislega á að minnsta kosti einu leikskólabarni á Múlaborg, þar sem hann starfaði, hefur enn og aftur verið framlengt um fjórar vikur, eða til 21. október, á grundvelli almannahagsmuna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá lögreglunni.
Málið vakti gríðarlega reiði meðal almennings þegar það kom upp síðastliðinn ágúst. Er þetta í þriðja skiptið sem gæsluvarðhaldinu yfir manninum er framlengt. Málið er enn í rannsókn lögreglu.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment