
Fyrrverandi forseti ísraelska þingisins, Avraham Burg, segir að alþjóðasamfélagið verði að grípa til „harðra, persónulegra og jafnvel stjórnvaldslegra aðgerða“ til að gera ljóst að það sé óásættanlegt að drepa og svelta Palestínumenn á þann hátt sem Ísrael geri nú á Gaza-ströndinni. Hann sagði þetta í viðtali við Al Jazeera.
Burg er einn af tugum háttsettra Ísraela sem hafa skrifað undir áskorun um að beita Ísrael refsiaðgerðum til að stöðva svelti Palestínumanna á Gaza og koma í veg fyrir áætlanir Ísraela um að reka þá frá heimkynnum sínum.
Hann segir að hann hafi staðið frammi fyrir „árekstri tveggja gildiskerfa; annars vegar tryggð við land sitt, föðurlandsást, en hins vegar tryggð við mannkynið almennt. Þegar mitt eigið land svíkur grundvallargildi sín og slítur sig frá hinum einföldustu mannúðar- og siðferðisviðmiðum, þá þarf maður að taka afstöðu.“
„Á tímum þar sem landið okkar fer svo rangt að, verðum við að hjálpa til við að stöðva framhald þess. Allar aðgerðir eru þá lögmætar: innri mótmæli, sýningar, kröfugöngur, vökur, hungurverkföll og samvinna við alþjóðasamfélagið,“ bætti hann við.
Komment