
Olifa á Íslandi ehf. Tapaði 8,2 milljónum í fyrra en fyrirtækið er í eigu Ásu Maríu Reginsdóttur og Emils Hallfreðssonar, fyrrverandi landsliðsmanns í knattspyrnu. Viðskiptablaðið greinir frá þessu.
Fyrirtækið var stofnað árið 2018 en þetta er fyrsta skiptið sem fyrirtækið er rekið með tapi en það var rekið með 11,5 milljóna króna hagnaði árið 2023.
Fyrirtækið flytur og selur ítalska matvöru og á meirihluta í veitingastaðnum Olifa La Madre Pizza sem hefur verið tekið fagnandi af pítsuaðdáendum á Íslandi en hann opnaði árið 2022. Jóhannes Ásbjörnsson og Guðmundur Auðunsson eiga einnig hlut í veitingastaðnum.
Eignir félagsins námu 235 milljónum króna í árslok og eigið fé var um 133 milljónir króna að sögn Viðskiptablaðsins.
Komment