1
Heimur

Systir Michael Madsen opnar sig um skyndilegt andlát hans

2
Innlent

Þjóðverji nauðlenti fyrir framan gönguhóp á Fimmvörðuhálsi

3
Pólitík

Segir að Þórarinn ætti að skammast sín fyrir dómsdagsþvaður á þingi

4
Heimur

Breti alvarlega slasaður eftir að hafa lent í skrúfu báts

5
Innlent

Nítján ára ferðamaður látinn eftir göngu við Svínafell

6
Innlent

Landhelgisgæslan kölluð út vegna meintrar jarðsprengju

7
Innlent

Segir að samkvæmt sýknudómi Landsréttar „afsali allir blaðamenn sér réttinum til einkalífs“

8
Fólk

Michael Douglas varar við hnignandi lýðræði

9
Innlent

Tveir sluppu ómeiddir eftir bílbruna á Öxi

10
Heimur

Fangelsismyndband sagt staðfesta sjálfsvíg Epstein

Til baka

Frjálsíþróttastjarnan Jakob Ingebrigtsen bar vitni gegn föður sínum

„Faðir minn lamdi mig þar til ég var veikur“

shutterstock_2474347839
Jakob Ingebrigtsen.Hlaupastjarnan sakar föður sinn um hrottalegt ofbeldi.
Mynd: Shutterstock.com

Norska frjálsíþróttastjarnan Jakob Ingebrigtsen sagði í fjögurra klukkustunda vitnisburði á fyrsta degi réttarhalda, sem lýst hefur verið sem þeim stærstu í sögu Noregs, að faðir hans, Gjert Ingebrigtsen, hafi beitt hann ofbeldi þar til hann varð veikur.

Réttarhöldin, sem munu standa yfir fram í maí, hófust aðeins tveimur dögum eftir að Ingebrigtsen vann tvenn gullverðlaun á HM í innanhússfrjálsíþróttum í Kína. Á meðan á vitnisburðinum stóð lýsti hinn 24 ára gamli hlaupari fjölmörgum áföllum úr æsku, þar sem hann sagðist hafa sætt bæði líkamlegu og andlegu ofbeldi af hendi föður síns.

Gjert, sem gæti átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsisdóm ef hann verður sakfelldur, hefur alfarið neitað ásökununum um ofbeldi. Málið kom fyrst upp á yfirborðið árið 2022 þegar Jakob og eldri bræður hans, Henrik og Filip, hættu að æfa undir stjórn föður síns.

Gjert
Faðirinn Gjert.Gjert neitar alvarið sök.

Þeir leituðu síðar til norska dagblaðsins VG til að segja sögur sínar opinberlega, en sögðust hafa gert það til að vernda yngri systur sína, Ingrid. Í einni frásögninni kom fram að hún hafi verið slegin í andlitið með blautu handklæði af föður sínum eftir að hún sagðist ekki vilja fara í hlaup. Í gær var dómstólnum sýnd mynd af Ingrid með sár á andlitinu.

Ingebrigtsen, sem hefur sett fjölda heimsmeta og unnið yfir 30 titla á stórmótum, vísaði til föður síns sem „sakborningsins“ allan sinn vitnisburð.

Í einni frásögn lýsti hann atviki sem átti sér stað þegar hann var aðeins „sjö eða átta ára“:

„Ég stend bara í eldhúsinu og horfi niður á gólfið. Sakborningurinn stendur yfir mér og öskrar á mig. Hann slær mig ítrekað ofan á höfuðið. Ef ég gerði ekki eins og hann vildi, kom hann og niðurlægði mig og lamdi mig þar til ég varð veikur.“

Ingebrigtsen sagði enn fremur frá atviki þar sem Gjert á að hafa sparkað í magann á honum og öðru þar sem hann, ásamt systkinum sínum, sat í bíl á ferð þegar faðir þeirra hótaði að „niðurlægja hann og berja hann til dauða, eða eitthvað álíka“.

Gjert er einnig sagður hafa kallað son sinn meðal annars „helvítis hálfvita“, „þorpara“, „heimskan“, „ómerkilegan“ og „hryðjuverkamann“. Einnig var rifjað upp atvik frá árunum 2014 eða 2015 þar sem hann henti PlayStation-tölvu Jakobs út um glugga á heimili þeirra.

Á miðvikudagsmorgun var gert ráð fyrir að lögfræðiteymi Gjerts myndi yfirheyra Ingebrigtsen. Réttarhöldin halda áfram.

Mirror segir frá málinu.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Árás Rússa
Heimur

Rússar segjast hafa náð fótfestu í nýju úkraínsku héraði

Þórarinn Ingi Pétursson
Pólitík

Segir að Þórarinn ætti að skammast sín fyrir dómsdagsþvaður á þingi

Lögreglurmaður
Innlent

Áhugi á lögreglufræðum eykst og metfjöldi nýnema sækir um

Jeffrey Epstein
Heimur

Fangelsismyndband sagt staðfesta sjálfsvíg Epstein

Jóhann Páll ráðherra
Landið

Leggur til að Garpsdalur fari í orkunýtingarflokk rammaáætlunar

Meint jarðsprengja
Innlent

Landhelgisgæslan kölluð út vegna meintrar jarðsprengju

Sveinn Rúnar Hauksson
Innlent

„Þrír af hverjum fjórum sem Ísraelsher hefur drepið eru konur og börn“

Sigríður Dögg Auðunsdóttir
Innlent

Segir að samkvæmt sýknudómi Landsréttar „afsali allir blaðamenn sér réttinum til einkalífs“

Öxi
Innlent

Tveir sluppu ómeiddir eftir bílbruna á Öxi

Syrgjandi faðir
Heimur

Sex látnir eftir loftárás Ísraela á heilsugæslustöð

Þýski ævintýramaðurinn
Innlent

Þjóðverji nauðlenti fyrir framan gönguhóp á Fimmvörðuhálsi

Michael Douglas
Fólk

Michael Douglas varar við hnignandi lýðræði

Magaluf á Mallorca
Heimur

Breti alvarlega slasaður eftir að hafa lent í skrúfu báts

Heimur

Árás Rússa
Heimur

Rússar segjast hafa náð fótfestu í nýju úkraínsku héraði

Dalai Lama
Heimur

„Einfaldi búddamunkurinn“ Dalai Lama fagnar 90 ára afmæli sínu

Jeffrey Epstein
Heimur

Fangelsismyndband sagt staðfesta sjálfsvíg Epstein

Syrgjandi faðir
Heimur

Sex látnir eftir loftárás Ísraela á heilsugæslustöð

Magaluf á Mallorca
Heimur

Breti alvarlega slasaður eftir að hafa lent í skrúfu báts

Michael Madsen
Heimur

Systir Michael Madsen opnar sig um skyndilegt andlát hans

Loka auglýsingu