1
Innlent

Ók með mótmælendur á húddinu í Lækjargötu

2
Innlent

Bílstjórinn umdeildi í Lækjargötu opnar sig um atvik gærdagsins

3
Innlent

Valdi beitt á mótmælum Íslands-Palestínu

4
Fólk

Íþróttaeinbýli í Vesturbæ sett á sölu

5
Innlent

Bannaðir læknar mega starfa á Íslandi

6
Innlent

Spennuþrungið andrúmsloft á mótmælunum

7
Innlent

Grunaður um kynferðisbrot gegn fleiri en tíu börnum

8
Heimur

Lafði Patricia Routledge lést í svefni

9
Innlent

MAST biður neytendur að farga negulnöglum

10
Landið

Karlmaður dæmdur í fangelsi fyrir skjalafals

Til baka

Friðrik Ólafsson stórmeistari er fallinn frá

Kerti
Mynd: Shutterstock

Friðrik Ólafsson, skákmeistari og fyrrum skrifstofustjóri Alþingis, lést á líknardeild Landspítalans 4. apríl, 90 ára að aldri. Mbl.is segir frá andlátinu.

Friðrik fæddist 26. janúar 1935 í Reykjavík og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Ólafur Friðriksson skrifstofumaður og Sigríður Ágústa Dorothea Símansdóttir húsmóðir.

Árið 1955 lauk Friðrik stúdentsprófi frá MR og lögfræðiprófi frá HÍ 1968. Var hann fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu frá 1968-1974, forseti Alþjóðaskáksambandsins 1978-1982, ritstjóri Lagasafns Íslands 1982-1983 og skrifstofustjóri Alþingis frá 1984 til 2005.

Friðrik er goðsögn í skákheiminum og átti glæstan skákferil en hann varð sex sinnum Íslandsmeistari í skák, fyrst árið 1952. Þá varð hann Norðurlandameistari 1953 og 1971, alþjóðlegur skákmeistari 1956 og varð fyrsti íslenski stórmeistarinn í skák árið 1958. Friðrik varð sigurvegari á skákmótinu í Hastings 1955 og 1956, í Beverwijk í Hollandi 1959, í Marianske Kasne í Tékkóslóvakíu 1961, á alþjóðlegum skákmótum í Reykjavík 1966, 1972 og 1976 og á Wijk an Zee í Hollandi 1975.

Í andlátsfrétt mbl.is kemur fram að Friðrik hafi veitt forstöðu Skákskóla Friðriks Ólafssonar 1982 til 1984 og sat í nefnd menntamálaráðuneytisins 1989, sem vann að undirbúningi frumvarps til laga um Skákskóla Íslands og stórmeistaralaun.

Árið 1972 var Friðrik sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu og stórriddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu árið 1980. Þá var hann útnefndur heiðursborgari Ryekjavíkur árið 2015 og geður aðalheiðursfélagi alþjóðaskáksambandsins.

Þrjár bækur um skák komu út eftir Friðrik en það voru bækurnar Lærið að tefla, sem hann gerði með Ingvari Ásmundssyni, 1958, Heimsmeistaraeinvígið í skák með Freysteini Jóhannssyni 1972 og Við skákborðið í aldarfjórðung árið 1976.

Eig­in­kona Friðriks er Auður Júlí­us­dótt­ir en dætur þeirra eru Berg­ljót Friðriks­dótt­ir og Áslaug Friðriks­dótt­ir. Barna­börn­in eru fimm tals­ins og langafa­börn­in fimm.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Íslenskur krakkadrykkur veldur áhyggjum
Innlent

Íslenskur krakkadrykkur veldur áhyggjum

Næringarfræðingar telja að börn þurfi ekki á drykknum að halda
Bílstjórinn umdeildi í Lækjargötu opnar sig um atvik gærdagsins
Innlent

Bílstjórinn umdeildi í Lækjargötu opnar sig um atvik gærdagsins

Spennuþrungið andrúmsloft á mótmælunum
Myndir
Innlent

Spennuþrungið andrúmsloft á mótmælunum

Hnífstunguárás tilkynnt til lögreglu í nótt
Innlent

Hnífstunguárás tilkynnt til lögreglu í nótt

Segir það ekki skipta máli hvort hún sé hrædd eða ekki
Innlent

Segir það ekki skipta máli hvort hún sé hrædd eða ekki

Lafði Patricia Routledge lést í svefni
Heimur

Lafði Patricia Routledge lést í svefni

Íþróttaeinbýli í Vesturbæ sett á sölu
Fólk

Íþróttaeinbýli í Vesturbæ sett á sölu

Karlmaður dæmdur í fangelsi fyrir skjalafals
Landið

Karlmaður dæmdur í fangelsi fyrir skjalafals

Enn og aftur greinist mengun í neysluvatni Stöðfirðinga
Landið

Enn og aftur greinist mengun í neysluvatni Stöðfirðinga

MAST biður neytendur að farga negulnöglum
Innlent

MAST biður neytendur að farga negulnöglum

Bannaðir læknar mega starfa á Íslandi
Innlent

Bannaðir læknar mega starfa á Íslandi

Innlent

Íslenskur krakkadrykkur veldur áhyggjum
Innlent

Íslenskur krakkadrykkur veldur áhyggjum

Næringarfræðingar telja að börn þurfi ekki á drykknum að halda
MAST biður neytendur að farga negulnöglum
Innlent

MAST biður neytendur að farga negulnöglum

Bílstjórinn umdeildi í Lækjargötu opnar sig um atvik gærdagsins
Innlent

Bílstjórinn umdeildi í Lækjargötu opnar sig um atvik gærdagsins

Spennuþrungið andrúmsloft á mótmælunum
Myndir
Innlent

Spennuþrungið andrúmsloft á mótmælunum

Hnífstunguárás tilkynnt til lögreglu í nótt
Innlent

Hnífstunguárás tilkynnt til lögreglu í nótt

Segir það ekki skipta máli hvort hún sé hrædd eða ekki
Innlent

Segir það ekki skipta máli hvort hún sé hrædd eða ekki

Loka auglýsingu