
Frans páfi viðurkenndi í skilaboðum til kaþólikka að hann væri veikburða og „gengi í gegnum tímabil áskorana“ þegar hann þakkaði velunnurum á sunnudag fyrir bænir í skilaboðum frá sjúkrahúsinu, þar sem hann hefur smám saman verið að ná sér eftir lungnabólgu.
Hinn 88 ára gamli páfi hefur staðið af sér veikindin síðan hann var lagður inn á sjúkrahús þann 14. febrúar vísaði bæði til trúar sinnar og veikleika í skilaboðunum
„Ég deili þessum hugsunum með ykkur á meðan ég geng í gegnum tímabil áskorana, og ég finn til með svo mörgum bræðrum og systrum sem ganga í gegnum veikindi: Veikburða, á þessari stundu, eins og ég,“ skrifaði páfinn í skilaboðunum sem Vatíkanið birti.
„Líkamar okkar eru veikir, en jafnvel slíkt getur ekkert hindrað okkur í að elska, biðja, gefa af okkur, vera til staðar fyrir aðra, í trú, og vera skínandi tákn vonar,“ bætti hann við í skilaboðum sínum.
Sunnudagurinn var í fimmta skiptið í röð sem veikindi páfa komu í veg fyrir að hann gæti persónulega flutt bænina sem venjulega er flutt fyrir framan mannfjölda á Péturstorgi eftir messu.
Þótt Frans hafi enn ekki birst í herbergisglugga sínum á 10. hæð Gemelli-sjúkrahússins, hefur það ekki dregið úr fjölda velunnara sem hafa safnast saman til að sýna stuðning.
Á sunnudag stóðu tugir barna við styttu af Jóhannesi Páli II páfa við inngang sjúkrahússins. Þau héldu á gulum og hvítum blöðrum og reyndu árangurslaust að líta páfann.
Á laugardag sagði Vatíkanið að ástand Frans páfa héldi áfram að vera stöðugt og sýndi framfarir, eins og það hefði gert síðustu viku, en varaði þó við því að hann þyrfti enn læknismeðferð innan sjúkrahússins.
Komment