Ingunn Svala Leifsdóttir, framkvæmdastjóri Olís, hefur ákveðið að setja heimili sitt á sölu en það er við Ljósakur í Garðabæ.
Góð aðkoma er að húsinu, sem er 331.8 m2 og var byggt árið 2009, sem staðsett er innst í botnlanga. Stórt og gott hellulagt og upphitað bílaplan með bílastæði. Stór og flott lóð með skjólveggjum, grasflöt og timburverönd. Flott útisvæði með útieldhúsi, útiborðsvæði og sér útigeymslu.
Frábært fjölskylduhús á eftirsóttum stað í Akrahverfinu, opið leik svæði er fyrir aftan húsið sem gefur húsinu aukið útsýni og meira andrými.
Ingunn er ein af tekjuhæstu einstaklingum Íslands en hún var í 1337. sæti yfir hæstu tekjurnar samkvæmt Hátekjulista Heimildarinnar með 54.901.645 krónur í heildartekjur.
Óskað er eftir tilboði í húsið.








Komment