Í dagbók lögreglu frá því í gærkvöldi og í nótt er greint frá því að höfði hafi verið afskipti af aðila sem var óvelkominn í anddyri á hóteli í. Aðilanum var vísað á brott og gekk sína leið. Nokkrum klukkustundum síðar var hinn sami aðili ásamt öðrum handteknir þar sem þeir höfðu brotið sér leið inn í sameign í húsi. Annar aðilanna sparkaði í lögreglumann við skyldustörf og voru þeir vistaðir í þágu rannsóknar málsins.
Höfð voru afskipti af þremur ökumönnum sem voru að aka án ökuréttinda. Einn þeirra er grunaður um að hafa framvísað fölsuðu ökuskírteini.
Tilkynning barst til lögreglu um aðila sem hafði dottið af rafmagnshlaupahjóli. Aðilinn var með töluverða áverka í andliti og grunur um beinbrot. Aðilinn fór á bráðarmótttöku Landsspítalans til skoðunar.
Höfð voru afskipti af aðila sem sparkaði og barði í bifreið sem lögð var í bílastæði í miðbænum. Ökumaður var undir stýri og óskaði eftir aðstoð lögreglu. Við rannsókn málsins kom í ljós að hliðar spegill bifreiðarinnar voru brotinn. Meintur gerandi var undir áhrifum áfengis og var vistaður í þágu rannsóknar málsins.
Komment