
Forsetafrú Frakklands hefur höfðað mál gegn tveimur konum vegna fullyrðinga um að hún hafi áður verið karlmaður fyrir hæsta áfrýjunardómstól eftir að lægri dómstóll sýknaði þær, sagði lögmaður hennar á mánudag.
Á fimmtudag snéri áfrýjunardómstóllinn í París við fyrri sakfellingum kvennanna tveggja, sem höfðu verið dæmdar fyrir að dreifa fölskum fullyrðingum – sem breiddust hratt út á netinu – um að Brigitte Macron, 72 ára, hafi áður verið karlmaður.
Rangfærslur um kyn Brigitte Macron hafa lengi gengið um á samfélagsmiðlum. Þá hefur 24 ára aldursmunur þeirra hjóna einnig vakið mikla athygli.
Brigitte Macron höfðaði meiðyrðamál gegn konunum tveimur eftir að þær birtu myndband á YouTube í desember 2021, þar sem haldið var fram að hún hefði áður verið maður að nafni Jean-Michel Trogneux, sem í raun er bróðir Brigitte Macron.
Í myndbandinu tók Amandine Roy, sem lýsir sér sem miðli, viðtal við Natacha Rey, sjálfstætt starfandi blaðakonu, og stóð viðtalið yfir í fjóra klukkutíma á YouTube-rás Amandine.
Rey sagðist hafa komist að „ríkislygum“ og „svikum“, og hélt því fram að Jean-Michel Trogneux hefði gengist undir kynleiðréttingu, orðið að Brigitte, og síðan gifst framtíðar forseta Frakklands.
Fullyrðingin fór eins og eldur um sinu á netinu, meðal annars meðal samsæriskenningasinna í Bandaríkjunum.
Lægri dómstóll dæmdi konurnar tvær, í september í fyrra, til að greiða Brigitte Macron 8.000 evrur í bætur, og 5.000 evrur til bróður hennar.
Lögmaður Brigitte Macron, Jean Ennochi, sagði við AFP á sunnudag að bróðir hennar hygðist einnig áfrýja niðurstöðu áfrýjunardómsins til æðsta áfrýjunardómstólsins, Court de Cassation.
Komment