Í dagbók lögreglu frá því í gærkvöldi og í nótt kemur fram að tilkynnt hafi verið um mann sem hafði verið til ama í fjölbýlishúsi og haldið vöku fyrir nágrönnum. Lögregla sinnti og var maðurinn að lokum handtekinn og vistaður í fangaklefa sökum ástands.
Þá fékk lögreglan tilkynningu um líkamsárás á gistiheimili. Einn var slasaður og var hann fluttur á slysadeild. Einn var handtekinn og vistaður í fangaklefa. Þá var einnig tilkynnt um líkamsárás í Breiðholti. Tveir menn höfðu ráðist á annan og flúið vettvang áður en lögreglu bar að. Árásarþoli með minni háttar meiðsl.
Einn var fluttur á slysadeild eftir umferðarslys í Garðabæ. Þar var árekstur tveggja bíla og voru þeir báðir óökufærir eftir það.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment