
Veðrið í gær hafði áhrif á bílstjóraMyndin tengist fréttinni ekki beint.
Mynd: Víkingur
Í dagbók lögreglu frá því í gær er greint frá því að ökumaður hafi verið stöðvaður í akstri í Hafnarfirði. Hann reyndist vera án ökuréttinda og var sektaður.
Tilkynnt var um umferðarslys á Álftanesi. Bílstjórinn hafði ekið á ljósastaur og er hann grunaður um að hafa verið ölvaður. Hann var vistaður í fangaklefa vegna málsins að sögn lögreglu.
Ökumaður ók á ljósastaur í Árbænum. Lögreglan segir ekki að hafi orðið nein slys á fólki.
Einn var fluttur á bráðamóttöku eftir minni háttar umferðarslys í Grafarvogi.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment