Betur fór en á horfðist þegar flugvél frá Delta flugfélaginu klessti á aðra Delta flugvél. Atvikið átti sér stað í gær á LaGuardia flugvellinum í New York.
Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs endaði vængur annarrar vélarinnar í flugstjórnarklefa hinnar. Önnur flugvélin var að koma frá Charlotte í Norður-Karólínu en hin var að hefja flug til Roanoke í Virginíufylki. Voru 57 farþegar um borð í vélinni sem var að koma frá Charlotte en 28 voru um borð í hinni vélinni.
Samkvæmt upplýsingum frá Delta er slasaðist einn flugþjónn á hné og var farið með viðkomandi á sjúkrahús. Slysið er nú í rannsókn hjá flugmálayfirvöldum í Bandaríkjum en ekkert hefur verið gefið út um orsök slyssins.

Mynd: Twitter/Oren

Mynd: Twitter/Oren
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment