
Flugvél Ryanair þurfti að nauðlenda í Frakklandi á leið til Spánar vegna fullra farþega sem voru um borð í vélinni og treysti áhöfn flugvélarinnar sér ekki að halda fluginu áfram með þá um borð en flogið var frá London.
Samkvæmt upplýsingum fjölmiðla í Bretlandi um málið reyndi einn þeirra sem handtekinn var að opna neyðarútgang flugvélarinnar í miðju flugi. Þegar franska lögreglan mætir um borð má sjá í myndbandi manninn sem reyndi að opna útganginn neita að fara með þeim úr vélinni og blótar maðurinn lögreglunni í sand og ösku.
Á endanum grípur lögreglan hann úr sætinu og í kjölfar þess byrjar sonur hans að setja út á aðgerðir lögreglu. Sonurinn var í kjölfarið handtekinn og einnig vísað úr vélinni.
Samkvæmt The Sun voru að minnsta kosti fimm farþegar handteknir af lögreglunni vegna málsins.
Komment