Borgarráð samþykkti að draga fána Palestínu að húni við Ráðhús Reykjavíkur og er þetta gert til að sýna samstöðu með palestínsku þjóðinni
Borgarráð hefur samþykkt að draga fána Palestínu að húni við Ráðhús Reykjavíkur. Er þetta gert til að sýna samstöðu með palestínsku þjóðinni.
Á fundi sínum í morgun var trúnaði aflétt af samþykkt borgarráðs þess efnis að draga fána Palestínu að húni við hlið úkraínska fánans við Ráðhús Reykjavíkur, en bæði Palestínumenn og íbúar Úkraínu liggja undir árásum.
Einnig var forsætisnefnd falið það verkefni að endurskoða reglur um notkun fána við stjórnsýsluhús Reykjavíkurborgar og er markmið endurskoðunarinnar tvíþætt:
Annars vegar að setja skýr viðmið um hversu lengi fánar skuli blakta við stjórnsýsluhús í kjölfar ákvörðunar um að flagga þeim og hins vegar að tryggja að auðveldara sé fyrir kjörna fulltrúa að sýna þjóðum og íbúum samstöðu þegar við á.


Komment