
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness bendir á gríðarstórt tap lífeyrissjóða launafólks vegna gjaldþrots Play.
Eins og sagt hefur verið frá í fréttum í morgun er lággjaldaflugfélagið Play farið á hausinn og þúsundir farþegar sitja eftir með sárt ennið og eru annað hvort strandaglópar eða neyðast til að breyta fyrirætluðum ferðum sínum.
Verkalýðsforkólfurinn Vilhjálmur Birgisson benti á það í færslu á Facebook í dag, að svo virðist sem fjórir lífeyrissjóðir launafólks hafi tapað rétt undir þremur milljörðum við gjaldþrot flugfélagsins. Við færsluna birti Vilhjálmur skjáskot sem sýnir hlut fjögurra lífeyrissjóða í Play og tap þeirra á gjaldþrotinu, samkvæmt ársreikningum frá 2024.

Komment