
Börn voru handtekinBarnavernd fór í málið
Mynd: Shutterstock
Í dagbók lögreglu er greint frá því að þrjú börn hafi verið handtekin í Hafnarfirði fyrir líkamsárás og skemmdarverk. Lögreglan og barnavernd sinntu því máli.
Fjórir menn voru handteknir í Laugardalnum fyrir ólöglegan vopnaburð og var þeim sleppt eftir skýrslutöku. Einn var handtekinn fyrir brot á lögreglusamþykkt að fara ekki að fyrirmælum lögreglu, ólöglegan vopnaburð og vörslu fíkniefna. Viðkomandi var vistaður í fangageymslu.
Nokkrir ökumenn voru teknir fyrir að keyra of hratt eða aka undir áhrifum fíkniefna eða áfengis.
Þá var einn maður handtekinn í Kópavogi fyrir líkamsárás og var hann vistaður í fangageymslu.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment