1
Menning

Barnaveiki í Stykkishólmi

2
Fólk

Gersemi í Grafarvogi til sölu

3
Minning

Hallfríður Lilja Einarsdóttir er fallin frá

4
Minning

Birna Óladóttir er látin

5
Menning

GDRN með Kristmund Axel á heilanum

6
Heimur

14 ára stelpa látin eftir brjóstastækkunaraðgerð

7
Innlent

Nágrannaerjur fóru úr böndunum

8
Innlent

Veðrið lék landsmenn grátt

9
Innlent

Borgin endurnýjar samning sinn við Samtökin ’78

10
Innlent

Rafmagnshlaupahjól og bifreið lentu saman - Ökumaður kærður fyrir að vera með filmur

Til baka

Fjöldi manns ógnaði húsráðanda með kylfum og hnífum

Hnífamaður handtekinn í miðbæ Reykjavíkur

Lögreglan
Mynd: Lára Garðarsdóttir

Samkvæmt dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gista átta manns í fangageymslu hennar eftir nóttina og seinni part gærdagsins. Alls voru 76 mál skráð í kerfi lögreglunnar. Hér má sjá nokkur dæmi um verkefni lögreglunnar.

Lögreglan við Hlemm stöðvaði ökumann við umferðareftirlit en hann reyndist vímaður við akstur og var sviptur ökuréttindum. Var hann handtekinn og færður á lögreglustöð í blóðsýnatöku. Ökumaðurinn var laus að henni lokinni.

Tilkynnt var um aðila með hníf í miðbæ Reykjavíkur. Góð lýsing fylgdi tilkynningunni sem varð til þess að lögreglan hafði upp á kauða. Var hann handtekinn og færður á lögreglustöð en málið er í rannsókn.

Þá barst tilkynning sömu lögreglu um fjölda manns að ógna húsráðanda í heimahúsi með kylfum og hnífum. Reyndu þeir að flýja af vettvangi áður en lögreglu bar að garði en lögreglan hafði upp á þeim. Alls voru fimm handteknir í málinu og allir vistaðir í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins en þeir eru grunaðir um hótanir og vopnaburð.

Leigubílstjóri bað um aðstoð þar sem hann var í vandræðum með farþega sem neitaði að borga fyrir farið. Lögreglan mætti á staðinn og er málið í rannsókn.

Lögreglunni sem annast verkefni í Hafnarfirði og Garðabæ, barst tilkynning um meðvitundarleysi á skemmtistað. Er lögregla kom á vettvang reyndist um líkamsárás að ræða. Var gerandinn handtekinn á vettvangi og fluttur í fangaklefa. Sama lögregla kannaði dyravarðaréttindi á skemmtistað. Reyndist dyravörður vera án tilskildra réttinda og er málið í rannsókn.

Lögreglan sem starfar í Kópavogi og í Breiðholtinu fékk tilkynningu um sofandi aðila í bifreið. Athugaði lögreglan með ökumanninn en hann reyndist aðeins vera að hvíla sig, ekkert var aðhafst frekar.

Tveir ökumenn voru stöðvaðir við umferðaeftirlit af lögreglunni á Vínlandsleið, reyndust þeir báðir ölvaðir og voru þeir fluttir á lögreglustöð í blóðsýnatöku. Var þeim sleppt af henni lokinni.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Glúmur hefur horft upp á „menn missa alla fjölskylduna í veðmálum“
Innlent

Glúmur hefur horft upp á „menn missa alla fjölskylduna í veðmálum“

Glúmur Baldvinsson er ekki hrifinn af veðmálastarfsemi og segir ákveðna hræsni ríkja í kringum starfsemina
Hiti á bilinu tíu til fimmtán stig
Innlent

Hiti á bilinu tíu til fimmtán stig

Rafmagnshlaupahjól og bifreið lentu saman - Ökumaður kærður fyrir að vera með filmur
Innlent

Rafmagnshlaupahjól og bifreið lentu saman - Ökumaður kærður fyrir að vera með filmur

Hallfríður Lilja Einarsdóttir er fallin frá
Minning

Hallfríður Lilja Einarsdóttir er fallin frá

Gersemi í Grafarvogi til sölu
Myndir
Fólk

Gersemi í Grafarvogi til sölu

Borgin endurnýjar samning sinn við Samtökin ’78
Innlent

Borgin endurnýjar samning sinn við Samtökin ’78

Veðrið lék landsmenn grátt
Myndir
Innlent

Veðrið lék landsmenn grátt

14 ára stelpa látin eftir brjóstastækkunaraðgerð
Heimur

14 ára stelpa látin eftir brjóstastækkunaraðgerð

GDRN með Kristmund Axel á heilanum
Menning

GDRN með Kristmund Axel á heilanum

Mesta hvassviðri sem komið hefur að landi í marga mánuði
Innlent

Mesta hvassviðri sem komið hefur að landi í marga mánuði

Nágrannaerjur fóru úr böndunum
Innlent

Nágrannaerjur fóru úr böndunum

Innlent

Glúmur hefur horft upp á „menn missa alla fjölskylduna í veðmálum“
Innlent

Glúmur hefur horft upp á „menn missa alla fjölskylduna í veðmálum“

Glúmur Baldvinsson er ekki hrifinn af veðmálastarfsemi og segir ákveðna hræsni ríkja í kringum starfsemina
Mesta hvassviðri sem komið hefur að landi í marga mánuði
Innlent

Mesta hvassviðri sem komið hefur að landi í marga mánuði

Hiti á bilinu tíu til fimmtán stig
Innlent

Hiti á bilinu tíu til fimmtán stig

Rafmagnshlaupahjól og bifreið lentu saman - Ökumaður kærður fyrir að vera með filmur
Innlent

Rafmagnshlaupahjól og bifreið lentu saman - Ökumaður kærður fyrir að vera með filmur

Borgin endurnýjar samning sinn við Samtökin ’78
Innlent

Borgin endurnýjar samning sinn við Samtökin ’78

Veðrið lék landsmenn grátt
Myndir
Innlent

Veðrið lék landsmenn grátt

Loka auglýsingu