Listi Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki 2025 var birtur í síðustu viku og ávarpaði Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, fund Creditinfo sem haldinn var í Laugardalshöll.
„Fyrirtækin eru undirstaða verðmætasköpunar í landinu og þrátt fyrir að ríkið geti veitt ákveðna þjónustu, skapað grunn og verið með regluverk sem skapar tækifæri að þá er verðmætasköpunin hjá fyrirtækjunum,“ sagði Daði Már í ræðu sinni.
Fjármálaráðherra nefndi að unnið væri að því að einfalda regluverk. Hann sagði að í fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar væri m.a. lögð til mikil einföldun byggingarreglugerðar.
„Þessum áfanga höfum við náð sem er jákvætt og gott og kemur á góðum tíma. Það er mikilvægt að við undirbúum það núna að viðhalda framboðinu til lengri tíma. Þar eru framkvæmdir í Úlfarsárdal mikilvægar en við ætlum að gera enn betur,“ sagði ráðherrann.


Komment