
Mynd: Shutterstock
Fimmtugur karlmaður lést í umferðarslysinu á Miklubraut i Reykjavík morgun samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni.
Eins og fram hefur komið áður í fréttum ók hann bifhjóli vestur Miklubraut þegar slysið varð, á móts við Skeifuna.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins.
Lögreglan getur ekki veitt frekari upplýsingar að svo stöddu.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment