1
Minning

Séra Yrsa Þórðardóttir er fallin frá

2
Fólk

Bjarni Ben opnar sig um sína helstu ástríðu

3
Peningar

Mjölnir blæðir milljónum

4
Innlent

Morðmál Margrétar Löf sett á dagskrá

5
Minning

Uggi Þórður Agnarsson látinn

6
Peningar

Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári

7
Innlent

Lögreglan varar við Skattsvikurum

8
Fólk

Verðlaunahús til sölu á 380 milljónir

9
Innlent

Lagði bílnum á vatnsskúlptúr í Hafnarstræti

10
Landið

Auto ehf. skuldar 16 milljónir í dagsektir

Til baka

Fimm blaðamenn drepnir í beinni útsendingu

Ísraelsher gerði loftárás á Nasser-sjúkrahúsið í Khan Younis, og drápu að minnsta kosti 20 manns, þar af fimm blaðamenn.

blaðamennirnir
BlaðamennirnirFjórir af fimm blaðamönnum sem drepnir voru í árásinni
Mynd: Al Jazeera

Að minnsta kosti 20 manns létust þegar ísraelski herinn gerði loftárás á þak Nasser-sjúkrahússins í Khan Younis á föstudaginn. Meðal fórnarlamba eru fimm blaðamenn, þar af fjórir sem starfað hafa fyrir vestræna fjölmiðla, einn viðbragðsaðili og heilbrigðisstarfsfólk, samkvæmt palestínskum heilbrigðisyfirvöldum.

Árásin hófst þegar sprengjudróni lenti á þaki sjúkrahússins og drap einn blaðamann. Skömmu síðar fylgdi önnur loftárás á sama svæði, á meðan björgunarfólk, fjölmiðlamenn og aðrir hlupu til að veita aðstoð. Samkvæmt vitnum var annarri sprengjunni beint að fólkinu sem safnaðist á vettvang.

Fórnarlömbin meðal fremstu blaðamanna Gaza

Meðal þeirra sem létust voru:

  • Hossam al-Masri, blaðaljósmyndari Reuters
  • Mohammed Salama, blaðaljósmyndari Al Jazeera
  • Mariam Abu Daqa, blaðakona sem starfaði fyrir m.a. The Independent Arabic og AP
  • Moaz Abu Taha, fréttamaður NBC
  • Auk þeirra létust fleiri starfsmenn sjúkrahússins og sjúklingar.

Reuters greindi frá því að beinni útsendingu þeirra frá spítalanum, sem al-Masri stjórnaði, hafi verið skyndilega slitið á sama augnabliki og fyrsta sprengjan féll.

„Hryllingur á vernduðum stað“

Dr. Saber al-Asmar, læknir á Nasser-sjúkrahúsinu, lýsti ástandinu sem „hryllingi“:

„Við vorum öll að vinna okkar starf, þrátt fyrir mikinn skort á lyfjum og búnaði, þegar þessi gríðarlega sprengja féll. Á þessum tíma voru sjúklingar, læknanemar, hjúkrunarfræðingar og blaðamenn inni í spítalanum.“

Hann sagði að árásirnar hefðu skilið sjúklinga eftir í áfalli. „Sjúklingar eru að flýja úr spítalanum vegna þess að þeir eru hræddir við að dvelja hér lengur, á stað sem á að vera alþjóðlega verndaður.“

Fordæming og ásakanir

Hin vinstri sinnaða Alþýðufylking fyrir frelsun Palestínu (PFLP) fordæmdi árásina og kallaði hana sönnun á „grimmd og sadisma hernámsins“. Samtökin sögðu Ísrael og bandamenn þess, einkum Bandaríkin, bera beina ábyrgð á „skipulögðu glæpaverki“.

Francesca Albanese, sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í mannréttindum Palestínumanna, skrifaði á X:

„Björgunarmenn drepnir í starfi sínu. Svona senur gerast hvert augnablik í Gaza, oft óséðar, sjaldan skráðar. Ég spyr ríki: hversu miklu lengur ætlið þið að horfa á áður en þið bregðist við? Rjúfið umsátur. Setjið á vopnasölubann. Setjið á viðskiptaþvinganir.“

Ísrael: „Við miðum ekki að blaðamönnum“

Ísraelski herinn staðfesti í stuttri yfirlýsingu að hann hefði „framkvæmt árás á svæði Nasser-sjúkrahússins“, en gaf ekki upp markmið eða skýringar. Í yfirlýsingunni sagði að herinn „miðaði ekki sérstaklega að blaðamönnum“.

Samkvæmt úttekt Al Jazeera hafa að minnsta kosti 274 blaðamenn verið drepnir í Gaza síðan stríðið hófst í október 2023. Aðeins fyrir tveimur vikum var hinn víðfrægi fréttamaður Anas al-Sharif myrtur ásamt fjórum samstarfsmönnum sínum fyrir framan al-Shifa spítalann í Gaza-borg. Ísrael viðurkenndi að hafa vísvitandi beint árás að honum.

Palestínska heilbrigðisráðuneytið sagði í yfirlýsingu að árásin á Nasser-sjúkrahúsið væri „hluti af skipulagðri eyðileggingu heilbrigðiskerfisins og framhaldi þjóðarmorðsins“.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Ítalía sendir herskip til hjálpar flota Gretu Thunberg
Heimur

Ítalía sendir herskip til hjálpar flota Gretu Thunberg

Varnarmálaráðherra landsins fordæmir drónaárásirnar í nótt
Matvælastofnun varar við fæðubótarefni
Innlent

Matvælastofnun varar við fæðubótarefni

Áhöfn skemmtisnekkju hélt froðupartýinu áfram þrátt fyrir andlát farþega
Heimur

Áhöfn skemmtisnekkju hélt froðupartýinu áfram þrátt fyrir andlát farþega

Tæplega 700 án vinnu í meira en 18 mánuði
Innlent

Tæplega 700 án vinnu í meira en 18 mánuði

Gæsluvarðhald yfir leikskólastarfsmanninum framlengt enn og aftur
Innlent

Gæsluvarðhald yfir leikskólastarfsmanninum framlengt enn og aftur

Endaraðhús á Seltjarnarnesi með stórfenglegu útsýni
Fólk

Endaraðhús á Seltjarnarnesi með stórfenglegu útsýni

Eva lýsir alvarlegu slysi hjólreiðamanns
Innlent

Eva lýsir alvarlegu slysi hjólreiðamanns

Auto ehf. skuldar 16 milljónir í dagsektir
Landið

Auto ehf. skuldar 16 milljónir í dagsektir

Dagur fagnar ástinni með rómantískri færslu
Fólk

Dagur fagnar ástinni með rómantískri færslu

Drónaárásir gerðar á fjölda hjálparbáta á leið til Gaza
Myndband
Heimur

Drónaárásir gerðar á fjölda hjálparbáta á leið til Gaza

Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári
Peningar

Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári

Blómin á þakinu er uppáhalds barnabók forsætisráðherra
Fólk

Blómin á þakinu er uppáhalds barnabók forsætisráðherra

Eldamennska fór úr böndunum
Innlent

Eldamennska fór úr böndunum

Heimur

Ítalía sendir herskip til hjálpar flota Gretu Thunberg
Heimur

Ítalía sendir herskip til hjálpar flota Gretu Thunberg

Varnarmálaráðherra landsins fordæmir drónaárásirnar í nótt
Stærsta heilbrigðisstofnun Gaza-borgar eyðilögð í sprengjuárás
Heimur

Stærsta heilbrigðisstofnun Gaza-borgar eyðilögð í sprengjuárás

Áhöfn skemmtisnekkju hélt froðupartýinu áfram þrátt fyrir andlát farþega
Heimur

Áhöfn skemmtisnekkju hélt froðupartýinu áfram þrátt fyrir andlát farþega

Drónaárásir gerðar á fjölda hjálparbáta á leið til Gaza
Myndband
Heimur

Drónaárásir gerðar á fjölda hjálparbáta á leið til Gaza

Blaðamenn nefna leyniþjónustumennina á bakvið dauða Navalny
Heimur

Blaðamenn nefna leyniþjónustumennina á bakvið dauða Navalny

Dæmdur fyrir að áreita 46 börn á Kanaríeyjum
Heimur

Dæmdur fyrir að áreita 46 börn á Kanaríeyjum

Loka auglýsingu