
Ferðamaður, sem varð veikur nálægt Hrafntinnuskeri á Laugaveginum milli Landmannalauga og Álftavatns, var úrskurðaður látinn.
Lögreglan á Suðurlandi greinir frá því að útkall barst upp úr klukkan 15 í gær. Var ferðamaðurinn skammt frá Hrafntinnuskeri. Þyrla Landhelgisgæslunnar, ásamt björgunarsveitum fóru á vettvang. „Endurlífgun bar ekki árangur og var einstaklingurinn úrskurðaður látinn á vettvangi,“ segir í tilkynningu lögreglunnar á Facebook.
Tilkynningin var ekki send fjölmiðlum og ekki eru gefnar upplýsingar um kyn ferðamannsins eða upprunaland.
Annar ferðamaður var sóttur af þyrlu Landhelgisgæslunnar í Silfru á Þingvöllum í dag um tíuleytið. Aðilanum var komið á Landspítalann um hálf tólf í morgun. Viðkomandi einstaklinugur var meðvitundarlaus, samkvæmt frétt Vísis.
Komment