1
Peningar

Fyrirtæki Emils tapaði milljónum

2
Peningar

Fjórir lífeyrissjóðir virðast hafa tapað milljörðum á gjaldþroti Play

3
Innlent

Arnar Snær nefbraut mann í hesthúsi

4
Innlent

Rússneskum hjónum með nýfædda tvíbura sparkað úr landi

5
Menning

Þögn á Akranesi

6
Innlent

Einstæð þriggja barna móðir áreitt

7
Fólk

Fyrrverandi forstjóri segir Íslendinga í byltingu gegn efnishyggju

8
Menning

Hallgrímur leiðréttir rangfærslur Morgunblaðsins

9
Heimur

Sigurbjörg biður um hjálp fyrir sveltandi fjölskyldu

10
Minning

Anna Birgis er fallin frá

Til baka

Færa mótmælin af ótta við rasista

No Borders Iceland birtir skjáskot af hatursfullum athugasemdum.

Austurvöllur
AusturvöllurMótmæli No Borders Iceland verða færð á Ingólfstorg.
Mynd: Wikipedia

Hreyfingin No Borders Iceland hafa ákveðið að færa mótmæli sín sem fara átti fram á morgun klukkan 13:00, frá Austurvelli og yfir á Ingólfstorg. Ástæðan er ótti við ofbeldi rasista.

Mannlíf sagði frá fyrirhuguðum mótmælum No Borders Iceland gegn öðrum mótmælum sem fara fram á morgun á Austurvelli en þar kemur saman fólk sem vill mótmæla stefnu yfirvalda í útlendingamálum hér á landi. No Borders Iceland hreyfingin ætlaði sér að halda sín mótmæli klukkan 13:00 á Austurvelli en hin mótmælin fara fram á sama stað klukkan 14:00.

Í yfirlýsingu sem No Borders Iceland sendi frá sér segir að skjáskot hafi borist hreyfingunni úr hópnum „Ísland, þvert á flokka“, sem sýnir athugasemdir og samtöl einstaklinga þar sem hvatt er til ofbeldis gegn stuðningsmönnum Palestínu og gengur einn svo langt að spyrja hvort hann þurfi að fara að endurnýja byssuleyfið.

„No Borders getur ekki litið framhjá þeirri samfélagsógn sem stafað getur af slíkum einstaklingum og hatursorðræðu þeirra. Af þeim sökum höfum við ákveðið að færa „Mótmæli gegn rasisma“ af Austurvelli og yfir á Ingólfstorg.“

Á mótmælum hreyfingarinnar eru fyrirhugaðir tónleikar, sem nú færast sem sagt yfir á Ingólfstorg.

Að lokum segist hreyfingin vilja vekja athygli á síaukinni hættu sem stafar af hatursorðræðu og hvetja alla til að mæta á Ingólfstorg.

„No Borders vill vekja athygli á þeirri sívaxandi hættu sem felst í þessari hatursorðræðu. Við hvetjum alla til að mæta á Ingólfstorg klukkan 13:00 á laugardaginn, sýna samstöðu og senda skýr skilaboð: slík hegðun getur ekki liðist í okkar samfélagi.

Sameinumst gegn rasisma, hatri og aðskilnaði – og fyrir samfélagi byggðu á samstöðu, mannréttindum og virðingu.“

Mannlíf heyrði í Kristjáni Helga Þráinssyni hjá aðgerðadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og spurði hann út í mótmælin og hvort lögreglan hefði áhyggjur.

„Nei, þetta eru hópar sem eru báðir að mótmæla ofbeldi, ég trúi ekki að þeir séu að fara beita ofbeldi. En við erum meðvitaðir um þetta.“

Aðspurður hvort lögreglan yrði með viðbúnað á vettvangi mótmælanna svaraði Kristján. „Já, en ekki mikinn.“

Hér fyrir neðan má sjá yfirlýsingu No Borders Iceland í heild sinni:

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Rífa í sig hugmyndir Trump um framtíð Gaza
Innlent

Rífa í sig hugmyndir Trump um framtíð Gaza

„Þegar helsti fjármögnunaraðili þjóðarmorðsins stendur við hlið gerandans og kynnir friðartillögur til að stöðva þjóðarmorðið, þá er engin von til þess að hér búi heilindi að baki“
Sigurbjörg biður um hjálp fyrir sveltandi fjölskyldu
Heimur

Sigurbjörg biður um hjálp fyrir sveltandi fjölskyldu

Lambhagi lofar að merkja vöru með sínu rétta nafni
Innlent

Lambhagi lofar að merkja vöru með sínu rétta nafni

Hjúkrunarfræðingur skotinn í höfuðið í anddyri sjúkrahúss
Myndband
Heimur

Hjúkrunarfræðingur skotinn í höfuðið í anddyri sjúkrahúss

Árbæingur hótaði lögreglumanni nauðgun
Innlent

Árbæingur hótaði lögreglumanni nauðgun

Kannast ekki við uppákomu í Skeifunni
Innlent

Kannast ekki við uppákomu í Skeifunni

Einstæð þriggja barna móðir áreitt
Innlent

Einstæð þriggja barna móðir áreitt

Djásn Skerjafjarðar á sölulista
Fólk

Djásn Skerjafjarðar á sölulista

Fjölgun í tilkynningum um nauðganir
Innlent

Fjölgun í tilkynningum um nauðganir

Fyrrverandi forstjóri segir Íslendinga í byltingu gegn efnishyggju
Viðtal
Fólk

Fyrrverandi forstjóri segir Íslendinga í byltingu gegn efnishyggju

Innlent

Rífa í sig hugmyndir Trump um framtíð Gaza
Innlent

Rífa í sig hugmyndir Trump um framtíð Gaza

„Þegar helsti fjármögnunaraðili þjóðarmorðsins stendur við hlið gerandans og kynnir friðartillögur til að stöðva þjóðarmorðið, þá er engin von til þess að hér búi heilindi að baki“
Einstæð þriggja barna móðir áreitt
Innlent

Einstæð þriggja barna móðir áreitt

Lambhagi lofar að merkja vöru með sínu rétta nafni
Innlent

Lambhagi lofar að merkja vöru með sínu rétta nafni

Árbæingur hótaði lögreglumanni nauðgun
Innlent

Árbæingur hótaði lögreglumanni nauðgun

Kannast ekki við uppákomu í Skeifunni
Innlent

Kannast ekki við uppákomu í Skeifunni

Loka auglýsingu