
Evrópskir leiðtogar ræða nú um að koma á 40 kílómetra breiðu öryggissvæði meðfram víglínunni í Úkraínu sem hluta af væntanlegu vopnahléssamkomulagi eða sem þátt í öryggisramma landsins eftir stríð, að því er Politico greindi frá í gær og vísaði til upplýsinga frá fimm evrópskum stjórnmálafulltrúum.
Embættismenn eru þó ekki sammála um hversu vítt svæðið ætti að vera og óljóst er hvort Úkraína myndi samþykkja áætlunina, sem líklega myndi fela í sér landafsal. Þá er enn ekki ljóst hversu marga hermenn þyrfti til að tryggja öryggi svæðisins, en áætlanir eru á bilinu frá 4.000 upp í 60.000, samkvæmt heimildum Politico.
Fram kemur einnig að Bandaríkin taki ekki þátt í viðræðum um öryggissvæðið né um útfærslur þess.
Komment