1
Minning

Nafnið á manninum sem lést

2
Innlent

Vel liðinn starfsmaður á leikskólanum sagður hafa játað kynferðisbrot gegn barni

3
Innlent

Aukin skjálfta­virkni í Ljósu­fjöll­um mögulega und­an­fari eld­goss

4
Innlent

Fólk bjó í hesthúsinu sem brann og Hafnarfjarðarbær vissi af því

5
Innlent

Evrópa hlýnar tvöfalt hraðar en aðrir heimshlutar: „Þetta er þegar að gerast“

6
Innlent

Nýtt hitamet á Íslandi

7
Innlent

Sá grunaði braut ekki gegn fleiri börnum á leikskólanum

8
Innlent

Hótaði ítrekað að drepa lögreglumenn

9
Grein

„Næst hittumst við í Moskvu“

10
Innlent

Hiti á bilinu 12 til 24 stig

Til baka

Evrópa hlýnar tvöfalt hraðar en aðrir heimshlutar: „Þetta er þegar að gerast“

Evrópa hlýnar um það bil tvöfalt hraðar en flestir heimshlutar, en norðurslóðir Evrópu, og Ísland þar með talið, hlýna enn hraðar.

Halldór Björnsson veðurfræðingur
Hitinn á jörðinni fer hækkandi frá ári til ársVarla lengur fréttnæmt þegar hiti fer yfir 40 stig

Evrópa hlýnar um það bil tvöfalt hraðar en flestir heimshlutar, en norðurslóðir Evrópu, og Ísland þar með talið, hlýna enn hraðar.

Evrópa hlýnar um það bil tvöfalt hraðar en flestir heimshlutar, en norðurslóðir Evrópu, og Ísland þar með talið, hlýna ennþá hraðar.

Fagstjóri veðurs og loftslags á Veðurstofunni, Halldór Björnsson, segir árið í ár um margt áhugavert út frá veður- og loftslagsfræðilegum sjónarhóli, og segir hann það gilda jafnt um Ísland og Evrópu alla.

Það er vissulega ekki margt bendir til þess að ríki heims nái því markmiði sem þau skuldbundu sig til að reyna að ná er þau staðfestu Parísarsamkomulagið - að hindra að loftslagið hlýni um meira en hálfa aðra gráðu umfram meðalhitann sem hér á jörðu ríkti seinni hluta nítjándu aldar.

Staðan er samt sú að notkun kola og annars jarðefnaeldsneytis heldur áfram að aukast, þar með talin losun gróðurhúsalofttegunda.

Undanfarin tvö ár hafa verið heitustu árin hingað til í sögu veðurmælinga; árið í ár er enn eitt árið þar sem fréttir berast af miklum hitabylgjum, en þó sérstaklega í Evrópu.

Rætt var við Halldór Björnsson í Speglinum á RÚV um hlýnun í Evrópu og ennþá meiri hlýnun á Íslandi sem og á norðurslóðum almennt og afleiðingar þessa.

„Þetta er náttúrulega mjög heitt ár. En ef við lítum víðar yfir sviðið og skoðum þá er alltaf að hlýna núna, vegna losunar gróðurhúsalofttegunda,“ segir Halldór og nefnir einnig að meðalhlýnun hafi lengi vel verið þetta 0,17 til 0,18 gráður á áratug, en virðist hafa verið meiri á síðustu árum.

„Svo hafa komið tímabil sem eru kaldari og tímabil sem eru heitari. Síðasta tímabil sem var kaldara var svona sirka frá árinu 2000 til 2013 og þá var mjög algengt að maður heyrði að hnattræn hlýnun hefði stöðvast.“

Hann segir þó að síðustu ár hafi verið miklu heitari en meðalhlýnunin gæfi til kynna.

„Þá er spurningin, er þetta nýtt ástand, eða er þetta bara tímabundinn púls ofan á þessa jafnaðarhlýnun sem er í gangi? Og síðustu tvö ár, 2023 og 2024, voru alveg óvenju heit."

Hann telur að þetta megi að hluta rekja til fyrirbærisins El Niño er lætur reglulega á sér kræla í Kyrrahafinu, en þá kemur heitur sjór upp á yfirborðið er ákveðin kæling stöðvast, og sjávaryfirborð hitnar mjög mikið. Segir Halldór að þetta gangi yfirleitt yfir á einu til tveimur árum, og að við taki annað hvort jafnaðarástand - þar sem sjávarhiti er eðlilegri - eða þá kalt tímabil, sem er kallað La Niña. Síðasta El Niño lauk um síðustu áramót og segir Halldór að í Kyrrahafinu ríki núna nokkuð eðlilegt ástand.

„Heimurinn hitnaði alveg ótrúlega mikið og í raun miklu meira en maður hefði mátt búast við af einhverjum El Niño“ og það sem meira er, segir hann, að þá hefur ekki kólnað jafn mikið og búast mætti við, eftir að hann gekk niður, og því sé enn mjög hlýtt og að árið í ár stefni í að verða það þriðja hlýjasta frá upphafi mælinga; á eftir metárunum 2023 og 2024.

„Það var mjög lengi, tuttugu og tvo mánuði í röð, sem meðalhiti jarðar var yfir einn komma fimm gráðum yfir meðalhita 1850 til 1900, fyrir iðnbyltingaráhrifin,“ segir Halldór og bætir þessu við:

„Það er útlit fyrir að árið 2030 verðum við að jafnaði komin yfir 1,5 gráður, og svo tekur það kannski áratug eða tvo til viðbótar þar til við förum að sleikja tveggja gráðu markið ef ekkert breytist. Og þá er Parísarviðmiðið endanlega fallið.“

Samkvæmt Halldóri hefur vísindafólk árum saman spáð meiri og meiri öfgum í veðrinu, og telur hann óhætt að segja að þær spár hafi gengið eftir, og þá ekki síst í sumar.

Hann segir einnig að dæmi um þetta ástand séu miklir þurrkar og öflug flóð á sömu stöðum á stuttum tíma og að þetta sé ekki einungis bundið við Evrópu; nefnir einnig sem dæmi öfluga storma, aftakaúrkomu og mikil og mannskæð flóð í Flórída, Texas og víðar í sunnanverðum Bandaríkjunum. Óhemjuúrkomu sem og flóð sums staðar í Asíu, og mjög mikla þurrka annars staðar, og svona mætti lengi áfram telja.

Kemur fram í máli Halldórs að „Evrópa hlýnar nær tvöfalt hraðar en flestir aðrir heimshlutar. Í Frakklandi, svo dæmi sé tekið, gerðist það að meðaltali einu sinni á ári á seinni helmingi tuttugustu aldar, að hiti skreið upp fyrir 40 gráður. Á fyrsta áratug þessarar aldar gerðist það að meðaltali 13 sinnum á ári og árin 2020 - 2022 gerðist þetta að jafnaði 24 sinnum á ári - og þá eru metárin 2023 og 2024 enn ótalin.“

Þá kom fram að á Norðurlöndunum sé mikil og dæmalaus hitabylgja nýafstaðin. Þar hafi hiti farið yfir 30 stig, þrettán daga í röð á einni veðurstöð norðan heimskautsbaugs, og í Finnlandi fór hitinn yfir 30 stig í þrjár vikur samfleytt sem er fáheyrt. Á meginlandi Evrópu geisaði gríðarleg hitabylgja í nýliðinni viku og á mánudaginn síðasta fór hitinn í Suður-Frakklandi í 43 gráður - og voru hitamet sett víða í álfunni.

Og nú er komið að því að vísindamenn vara við því að á næstu árum megi Evrópubúar átt von á ennþá meiri hita en nokkru sinni áður, að hitinn fari jafnvel yfir 50 gráður - hiti sem hingað til hefur ekki fundist nema á allra heitustu slóðum Afríku og Asíu.

„Þetta er þegar að gerast,“ til dæmis í Tyrklandi, sem er reyndar á jaðri Evrópu, en þar fór hitinn í fyrsta skipti yfir 50 gráður 28. júlí. Á sama tíma var hitabylgja í gangi og mjög margir staðir voru með yfir fjörutíu gráðu hita og þessu fylgir auðvitað vatnsskortur, þannig að það fer yfirleitt saman miklir hitar og mikil vatnsþörf - þetta er bara til vandræða“ og bætir Halldór því við að vandamálin sem fylgja hlýnun jarðar séu af ýmsum toga og ekki öll jafn fyrirsjáanleg.

„Það eru öll þessi áhrif, afleidd áhrif sem kannski var ekki hægt að sjá fyrir, en verða síðan að aftakaþurrkum eða aftakaúrkomum er hafa mikil áhrif á framleiðslu á einhverjum vörum, í landbúnaði eða jafnvel í iðnaði, ef við erum að tala bara um vont veður sem getur þá truflað flutningskeðjur. Það eru ýmiskonar afleiðingar sem menn eru farnir að sjá af þessum tveimur slæmu árum sem við höfðum. Og menn velta því fyrir sér hvernig þetta verði eftir fimm, sex ár, þegar svona hitar fara að verða normið - þá verða þessar tegundir af óhöppum bara algengari og hætt verður að segja fréttir af þeim.“

Gangi spárnar eftir er viðbúið að Evrópubúar bregðist við með stóraukinni notkun loftkælingar og annarra orkufrekra úrræða sem gæti leitt til þess að notkun jarðefnaeldsneytis myndi aukast á ný. Þá er það svo að kolanotkun heldur áfram að aukast þrátt fyrir fyrirheit um annað og aukin orkuþörf vegna hitnandi jarðar gæti leitt til enn frekari kolanotkunar.

„Já, sérstaklega með loftkælinguna, náttúrulega eftir því sem loftkæling breiðist út - og það er bara mjög skiljanlegt, því ég veit að allir sem hafa verið einhvern tíma í yfir fjörutíu stiga hita skilja mjög vel hvað loftkæling er þægileg og hún getur bókstaflega bjargað manni - þá er einnig mjög skiljanlegt að fólk vilji fá loftkælingu. En á svæðum þar sem orkukerfið er knúið með jarðefnaeldsneyti kemur það til með að auka vandann en ekki hitt,“ segir Halldór.

Sem fyrr segir þá er Evrópa að hitna um það bil tvöfalt hraðar en flestir heimshlutar en það finnast þó staðir enn sem hitna enn hraðar, þar á meðal ákveðin svæði innan Evrópu. Þau allra nyrstu.

„Lengi var það þannig að hér hlýnaði svona fimmfalt hraðar en í annars staðar í heiminum. En það var nú líka þannig að við byrjuðum alveg áratug síðar. En þetta var svona tímabilið 1989 til 2002 sem það var að hlýna hvað hraðast. Svo hægði hún nú á sér, hlýnunin hjá okkur, þannig að hún kemur svona í einhverjum þrepum.“

Segir Halldór að árið 2016 hafi verið óvenju heitt á Íslandi, og þau hafi fleiri verið hlý, en þó ekki nægilega hlý til að viðhalda þeirri miklu hlýnun er varð á fyrrnefndu tímabili.

„En fyrir norðan okkur er þetta eiginlega ennþá dramatískara. Það hefur orðið áframhald á þessari miklu hlýnun á norðurheimskautssvæðinu, norðurslóðum sem við köllum. Og þar er að hlýna svona þrefalt meira en hnötturinn er að gera og virðist ekkert lát á.“

Segir Halldór að fyrir því séu „nokkrar ástæður,“ og að ein sú áhrifamesta og jafnframt auðskiljanlegasta sé minnkandi hafís; Því minni sem hafísinn er, þeim mun minna verður endurvarp sólarljóss, sem verður til þess að bæði sjór og land nánast „gleypir“ sólarljósið og þá hlýnar á jörðinni.

Halldór bendir einnig á að „hitabylgjur hafa riðið yfir Norðurlöndin, og maí var sérlega heitur hér á landi,“ en júní var „öllu kaldari en svo voru ný met slegin í júlí - og enn og aftur á föstudag, 15. ágúst.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Nafnið á manninum sem lést
Minning

Nafnið á manninum sem lést

Íslensk­ur karl­maður er fékk hita­slag í bæn­um No­velda á Spáni á þriðju­daginn er lát­inn
Sá grunaði braut ekki gegn fleiri börnum á leikskólanum
Innlent

Sá grunaði braut ekki gegn fleiri börnum á leikskólanum

Ráðherra vill koma böndum á djúpfölsun
Innlent

Ráðherra vill koma böndum á djúpfölsun

Aukin skjálfta­virkni í Ljósu­fjöll­um mögulega und­an­fari eld­goss
Innlent

Aukin skjálfta­virkni í Ljósu­fjöll­um mögulega und­an­fari eld­goss

Hiti á bilinu 12 til 24 stig
Innlent

Hiti á bilinu 12 til 24 stig

Hótaði ítrekað að drepa lögreglumenn
Innlent

Hótaði ítrekað að drepa lögreglumenn

Fólk bjó í hesthúsinu sem brann og Hafnarfjarðarbær vissi af því
Innlent

Fólk bjó í hesthúsinu sem brann og Hafnarfjarðarbær vissi af því

Vel liðinn starfsmaður á leikskólanum sagður hafa játað kynferðisbrot gegn barni
Innlent

Vel liðinn starfsmaður á leikskólanum sagður hafa játað kynferðisbrot gegn barni

„Næst hittumst við í Moskvu“
Grein

„Næst hittumst við í Moskvu“

28 stiga hiti á Austurlandi og brjálæði á Breiðafirði
Innlent

28 stiga hiti á Austurlandi og brjálæði á Breiðafirði

Eldur í hesthúsi í Hafnarfirði og ökumaður reyndi að flýja vettvang
Innlent

Eldur í hesthúsi í Hafnarfirði og ökumaður reyndi að flýja vettvang

Pútín og Trump skellihlæjandi saman
Heimur

Pútín og Trump skellihlæjandi saman

Innlent

Sá grunaði braut ekki gegn fleiri börnum á leikskólanum
Innlent

Sá grunaði braut ekki gegn fleiri börnum á leikskólanum

Ekkert virðist benda til þess að starfsmaður leikskóla sem grunaður er um brot gegn barni og er í haldi lögreglu hafi brotið gegn fleiri börnum
Hótaði ítrekað að drepa lögreglumenn
Innlent

Hótaði ítrekað að drepa lögreglumenn

Evrópa hlýnar tvöfalt hraðar en aðrir heimshlutar: „Þetta er þegar að gerast“
Innlent

Evrópa hlýnar tvöfalt hraðar en aðrir heimshlutar: „Þetta er þegar að gerast“

Ráðherra vill koma böndum á djúpfölsun
Innlent

Ráðherra vill koma böndum á djúpfölsun

Aukin skjálfta­virkni í Ljósu­fjöll­um mögulega und­an­fari eld­goss
Innlent

Aukin skjálfta­virkni í Ljósu­fjöll­um mögulega und­an­fari eld­goss

Hiti á bilinu 12 til 24 stig
Innlent

Hiti á bilinu 12 til 24 stig

Loka auglýsingu