1
Innlent

Ótrúlegt atvik náðist á myndband við Spöngina

2
Peningar

ELKO hefur lánastarfsemi

3
Innlent

Líkamsárásin á barnaníðinginn komin til ákærusviðs lögreglunnar

4
Innlent

Hvetur dómsmálaráðherra til að sýna mannúð

5
Fólk

„Enginn nennir lengur að drekka með mér og hlusta á gamlar lygasögur af lífinu til sjós“

6
Innlent

Einn slasaður eftir að grýlukerti féll á höfuð hans

7
Landið

Rjúpnaskyttur skutu úr byssum nærri sumarbústöðum

8
Innlent

Bílastjórar á Buggy bílum sköpuðu hættu

9
Pólitík

Jóhann Páll skipar nýjan formann

10
Fólk

Einstök Vesturbæjarperla til sölu

Til baka

„Enginn nennir lengur að drekka með mér og hlusta á gamlar lygasögur af lífinu til sjós“

Anna Kristjáns undirbýr sig undir veturinn á Tenerife

Anna Kristjánsdóttir
Anna KristjánsdóttirFærslur Önnu þykja bráðfyndnar

Anna Kristjánsdóttir, vélstjóri og húmoristi búsett á Tenerife, heldur áfram að gleðja fylgjendur sína með daglegum skrifum sínum þar sem hún blandar saman minningum, gamansemi og kaldhæðni um daglegt líf. Í nýjustu færslu sinni, merkt „Dagur 2270 – Styttist í veturinn“, ræðir hún bæði elliglöp, veður, sjósögur og væntanlega gestakomur.

Segist hún í færslunni hafa tekið eftir kólnandi veðri á eyjunni:

„Það er ekki laust við að það sé byrjað að kólna á kvöldin og einhverjir hafa haft á orði við mig að það þurfi að hafa með sér létta yfirhöfn ... Sjálf hefi ég ekki farið á barinn síðan um helgina því enginn nennir lengur að drekka með mér og hlusta á gamlar lygasögur af lífinu til sjós í gamla daga í tuttugasta sinn eins og af Halaveðrinu mikla árið 1925 eða þegar ég hjálpaði Ingólfi heitnum að varpa öndvegissúlunum fyrir borð fyrir suðaustan land og þær rak á móti straumi fyrir Reykjanesið og inn á Faxaflóann og alla leið til Reykjavíkur.“

Rifjar hún upp kyrrsetningu skipsins Álafoss (II) árið 1985 en tollverðir fundu „galtómt leynihólf“ um borð. „Nokkrum dögum síðar kom Tollgæslustjóri í fjölmiðla og hélt því fram að nokkrar sjóreknar myndbandsspólur sem rak á land nærri Akranesi væru hluti af smyglinu sem ekki fannst. Þær voru reyndar orðnar svo gamlar að böndin í þeim voru uppétin. Sjálf var ég ekki um borð þegar umrædd leit átti sér stað auk þess sem að mér hefði ekki komið til hugar að eyða dýrmætu smyglplássi í að fela myndbandsspólur, ekki einustu svæsnustu klámspólur þó að ónefndir tollverðir hefðu alveg viljað fá þær lánaðar. Engin nöfn nefnd og ekki dettur mér til hugar að hugsa til Felix Haraldssonar (sic!) í því sambandi.“

Anna segir þetta þó vera útúrsnúning hjá sér og heldur áfram að tala um komandi vetur á sólareyjunni Tenerife:

„Þrátt fyrir kólnandi veðurfar er ég enn ekki farin að troða sænginni inn í sængurverið auk þess sem að ég hefi sofið nakin undir sængurverinu í allt sumar. Það verður þó breyting þar á innan þriggja vikna þegar ég á von á kærum gesti ... þá verð ég að sjálfsögðu að gæta velsæmis og pakka mér inn í náttkjól.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Lyfja í samstarf við brautryðjanda
Innlent

Lyfja í samstarf við brautryðjanda

„Stuðla að betri lýðheilsu landsmann“
Tveir fluttir á sjúkrahús eftir fall í hálku
Innlent

Tveir fluttir á sjúkrahús eftir fall í hálku

Franskir lögreglumenn grunaðir um nauðgun
Heimur

Franskir lögreglumenn grunaðir um nauðgun

Þúsundir flýja al-Fashir eftir fall borgarinnar
Heimur

Þúsundir flýja al-Fashir eftir fall borgarinnar

Líkamsárásin á barnaníðinginn komin til ákærusviðs lögreglunnar
Innlent

Líkamsárásin á barnaníðinginn komin til ákærusviðs lögreglunnar

Ræktaði kannabis í leyniklefa undir húsi í Reykjavík
Innlent

Ræktaði kannabis í leyniklefa undir húsi í Reykjavík

Rjúpnaskyttur skutu úr byssum nærri sumarbústöðum
Landið

Rjúpnaskyttur skutu úr byssum nærri sumarbústöðum

Einstök Vesturbæjarperla til sölu
Myndir
Fólk

Einstök Vesturbæjarperla til sölu

Sundurskotið lík Breta fannst á eyjunni Sankti Lúsía
Heimur

Sundurskotið lík Breta fannst á eyjunni Sankti Lúsía

Eiginkona bresks blaðamanns krefst lausnar hans í Bandaríkjunum
Heimur

Eiginkona bresks blaðamanns krefst lausnar hans í Bandaríkjunum

Jóhann Páll skipar nýjan formann
Pólitík

Jóhann Páll skipar nýjan formann

Hvetur dómsmálaráðherra til að sýna mannúð
Innlent

Hvetur dómsmálaráðherra til að sýna mannúð

Fólk

Einstök Vesturbæjarperla til sölu
Myndir
Fólk

Einstök Vesturbæjarperla til sölu

Draumaeinbýli fyrir þá sem eiga peninga.
Ester reynir aftur að selja höllina í Laugardalnum
Myndir
Fólk

Ester reynir aftur að selja höllina í Laugardalnum

Hið illa Keisaraveldi hjálpaði til við snjómokstur
Fólk

Hið illa Keisaraveldi hjálpaði til við snjómokstur

„Enginn nennir lengur að drekka með mér og hlusta á gamlar lygasögur af lífinu til sjós“
Fólk

„Enginn nennir lengur að drekka með mér og hlusta á gamlar lygasögur af lífinu til sjós“

Selja eitt litríkasta hús Íslands
Myndir
Fólk

Selja eitt litríkasta hús Íslands

Svavar Knútur gagnrýnir umræðu um „krísu karlmennskunnar“
Fólk

Svavar Knútur gagnrýnir umræðu um „krísu karlmennskunnar“

Loka auglýsingu