1
Innlent

Glúmur hefur horft upp á „menn missa alla fjölskylduna í veðmálum“

2
Pólitík

Ætlar að loka glufum og draga úr undanþágum í skattkerfinu

3
Innlent

Keyrði dópaður með fullan bíl af efnum og seðlum

4
Innlent

Gæti tekið áratugi að vinna upp biðlista að óbreyttu

5
Heimur

Danir banna dróna

6
Innlent

„Sex þúsund Íslendingar verða fyrir áhrifum af sjálfsvígum á hverju ári“

7
Heimur

„Rússland hefur engin áform um að binda enda á þetta stríð“

Til baka

Engin tilkynning hefur borist Hopp um líkamsárás leigubílstjóra

„Tekið verður á málinu á viðeigandi hátt þegar þær berast frá yfirvöldum“

Garðabær
GarðabærLeigubílstjóri réðist á karlmann með hnefahöggum í gær.
Mynd: Garðabær

Samkvæmt svörum frá Hopp leigubílum segist fyrirtækið ekki bera ábyrgð á leigubílstjórum sem þjónustar farþega í gegnum fyrirtækið. Séu lögin skoðuð kemur í ljós að Samgöngustofa ber ábyrgðina.

Í gær sagði Mannlíf frá því að karlmaður hafi verið fluttur á sjúkrahús eftir líkamsárás leigubílsstjóra en samkvæmt heimildum Mannlífs er bílstjórinn skráður sem leigubílstjóri hjá Hopp og hjá sjálfum sér

Mannlíf sendi fyrirspurnir á Hopp leigubíla og spurðu eftirfarandi spurninga:

  1. Hvernig mun Hopp bregðast við komi í ljós að maðurinn er skráður á stöðina?
  2. Hversu margir bílstjórar hafa misst leyfi til að starfa hjá Hopp síðan stöðin var stofnuð?

Í svari sem barst frá Hopp kemur fram að fyrirtækinu hafi ekki borist neinar upplýsingar um atvikið en að „tekið verður á málinu á viðeigandi hátt þegar þær berast frá yfirvöldum“.

Hvað varðar svar við seinni spurninguna, þurfti Mannlíf að ganga aðeins eftir svari en í fyrstu barst það svar að allir leigubílstjórar hér á landi séu sjálfstætt starfandi verktakar og fái miðlað til sín ferðum frá þeim leigubílastöðvum sem þeir eru skráðir á og að allir leigubílsstjórar séu rekstrarleyfishafar sem keyri á eigin leyfi frá Samgöngustofu.

Hér má lesa svarið í heild:

„Allir leigubílstjórar á Íslandi eru sjálfstætt starfandi verktakar og fá ferðum miðlað til sín frá þeim stöðvum sem þeir eru skráðir á eða afla sér þeirra sjálfstætt. Enginn leigubílstjóri keyrir á vegum Hopp nema þegar þeir fá ferð í gegnum Hopp appið. Allir leigubílstjórar eru rekstarleyfishafar og keyra á eigin leyfi frá Samgöngustofu. Missi bílstjóri leyfi frá Samgöngustofu dettur hann sjálfkraf út úr Hopp appinu. 

Hopp gerir strangar gæðakröfur á þá bílstjóra sem fá ferðir í gegnum Hopp appið, þar er ekki hægt að breyta verði því allar greiðsur fara í gegnum Hopp appið ásamt því að rekjanleiki gagna er í appinu, fyrir bílstjórann, notandann og Hopp.“

Mannlíf hafði aftur samband við Hopp leigubíla til að ýta eftir svari við hinni spurningunni, hversu margir bílstjórar hefðu misst leyfi til að starfa hjá Hopp eftir að fyrirtækið var stofnað.

Í svarinu sem barst kemur fram að erfitt sé að svara spurningu sem í raun eigi ekki við fyrirtækið, þar sem bílstjórar keyri allir á eigin rekstrarleyfum.

„Það er erfitt að svara spurningu sem á í raun ekki við okkur, Hopp er ekki leyfishafi né eru bílstjórar að keyra á leyfi Hopp þeir keyra á sínum rekstarleyfum.“

Svarið kom síðan en þar kemur fram að engin tilkynning hafi borist fyrirtækinu um alvarleg atvik og hefur því „engum reikningum verið lokað vegna saknæmrar háttsemi bílstjóra í Hopp ferð“.

Hér má lesa seinni helming svarsins:

„Hér reynum við að svara spurningunni þinni:

Við ítrekum að bílstjórar eru sjálfstæðir verktakar með leyfi hjá Samgöngustofu. Sé leyfi bílstjóra ekki lengur gilt, af hvaða ástæðu sem kann að búa að baki, er það Samgöngustofa sem afturkallar leyfi viðkomandi. Það er því réttast að hafa samband við Samgöngustofu til að læra meira um leyfismál bílstjóra. Hopp hefur ekki fengið neina tilkynningu um alvarleg atvik frá eftirlitsaðilum eða öðrum stjórnvöldum og engum reikningum hefur verið lokað vegna saknæmrar háttsemi bílstóra í Hopp ferð.“

Lögin skýr

Séu lög um leigubílarekstur skoðaðar má sjá að Hopp hefur rétt fyrir sér. Samgöngustofa ber ábyrgð á leyfisveitingum og sviptingum leigubílstjóra, samkvæmt lögum um rekstur leigubíla. Eins og sjá má í 16. grein þriðja kafla um rekstur leigubifreiða, er Samgöngustofu heimilt að svipta leyfishafa leyfi þar til endanleg ákvörðun hefur verið tekin í málinu, hafi leigubílstjórinn sannanlega gerst sekur um vítaverða háttsemi.

16. gr.:Séu ríkar ástæður til að ætla að skilyrði fyrir sviptingu leyfis séu fyrir hendi og að töf á sviptingu geti haft almannahættu í för með sér, svo sem ef leyfishafi hefur sannanlega gerst sekur um vítavert hátterni og telja verður varhugavert að hann njóti leyfis áfram, er Samgöngustofu heimilt að svipta leyfishafa leyfi þegar í stað til bráðabirgða þar til endanleg ákvörðun í málinu hefur verið tekin.

lög2
Mynd: Skjáskot
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

„Rússland hefur engin áform um að binda enda á þetta stríð“
Heimur

„Rússland hefur engin áform um að binda enda á þetta stríð“

Utanríkisráðherra kallaði eftir því að þjóðir heims tækju höndum saman
„Sex þúsund Íslendingar verða fyrir áhrifum af sjálfsvígum á hverju ári“
Innlent

„Sex þúsund Íslendingar verða fyrir áhrifum af sjálfsvígum á hverju ári“

Keyrði dópaður með fullan bíl af efnum og seðlum
Innlent

Keyrði dópaður með fullan bíl af efnum og seðlum

Ætlar að loka glufum og draga úr undanþágum í skattkerfinu
Pólitík

Ætlar að loka glufum og draga úr undanþágum í skattkerfinu

Gæti tekið áratugi að vinna upp biðlista að óbreyttu
Innlent

Gæti tekið áratugi að vinna upp biðlista að óbreyttu

Glúmur hefur horft upp á „menn missa alla fjölskylduna í veðmálum“
Innlent

Glúmur hefur horft upp á „menn missa alla fjölskylduna í veðmálum“

Hiti á bilinu tíu til fimmtán stig
Innlent

Hiti á bilinu tíu til fimmtán stig

Rafmagnshlaupahjól og bifreið lentu saman - Ökumaður kærður fyrir að vera með filmur
Innlent

Rafmagnshlaupahjól og bifreið lentu saman - Ökumaður kærður fyrir að vera með filmur

Hallfríður Lilja Einarsdóttir er fallin frá
Minning

Hallfríður Lilja Einarsdóttir er fallin frá

Gersemi í Grafarvogi til sölu
Myndir
Fólk

Gersemi í Grafarvogi til sölu

Borgin endurnýjar samning sinn við Samtökin ’78
Innlent

Borgin endurnýjar samning sinn við Samtökin ’78

Innlent

„Sex þúsund Íslendingar verða fyrir áhrifum af sjálfsvígum á hverju ári“
Innlent

„Sex þúsund Íslendingar verða fyrir áhrifum af sjálfsvígum á hverju ári“

„Tíma­mót í sjálfs­vígs­for­vörnum“ segir þingflokksformaður Framsóknar, í grein þar sem hún fjallar um geðrækt og sjálfsvígsforvarnir
Rafmagnshlaupahjól og bifreið lentu saman - Ökumaður kærður fyrir að vera með filmur
Innlent

Rafmagnshlaupahjól og bifreið lentu saman - Ökumaður kærður fyrir að vera með filmur

Keyrði dópaður með fullan bíl af efnum og seðlum
Innlent

Keyrði dópaður með fullan bíl af efnum og seðlum

Gæti tekið áratugi að vinna upp biðlista að óbreyttu
Innlent

Gæti tekið áratugi að vinna upp biðlista að óbreyttu

Glúmur hefur horft upp á „menn missa alla fjölskylduna í veðmálum“
Innlent

Glúmur hefur horft upp á „menn missa alla fjölskylduna í veðmálum“

Hiti á bilinu tíu til fimmtán stig
Innlent

Hiti á bilinu tíu til fimmtán stig

Loka auglýsingu