Nesbali 120 er kominn á sölu en það er eitt eftirsóttasta raðhús höfuðborgarsvæðisins og spilar staðsetning þess lykilhlutverk í þeirri eftirspurn.
Það er endaraðhús á Seltjarnarnesi en húsið stendur við óbyggt friðland og nýtur óhindraðs útsýnis út á Bakkatjörn, Snæfellsjökul, golfvöllinn, Gróttuvita og Reykjanesfjallgarðinn – og til sjávar úr stofu, borðstofu og verönd. Engin ljósmengun er suðvestanmegin við húsið og þar af leiðandi er oft stórbrotið norðurljósasjónarspil.
Húsið er teiknað af Gylfa Guðjónssyni arkitekt árið 1979 og er 251m² á stærð og er með fimm svefnbergjum og tveimur baðherbergjum.
209.000.000 krónur eru settar á húsið.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment