
Greiddur verður arður að fjárhæð 280 milljónir króna til eigenda matarpakkaþjónustunnar Eldum rétt, eftir mikinn hagnaðarrekstur síðustu ár. Í fyrra hagnaðist félagið um 326 milljónir króna fyrir afskriftir og fjármagnsliði, eða hátt í milljón króna á dag.
„Stjórn félagsins mun leggja til á aðalfundi félagsins að greiddur verði 250 milljón króna arður til hluthafa á árinu 2025,“ segir í skýrslu stjórnar og framkvæmdastjóra í nýútgefnum ársreikningi félagsins.
Eldum rétt sendir vikulega matarpakka til heimila. Í pakkanum er hráefni til matargerðar og uppskrift. Einnig er hægt að kaupa staka rétti í Hagkaupum.
Kristófer Júlíus Leifsson og Valur Hermannsson stofnuðu Eldum rétt árið 2013. Árið 2022 var Eldum rétt síðan selt til Haga, sem rekur líka Bónus, Hagkaup og fleiri verslanir. Söluverðið var 1,6 milljarðar króna og er ljóst að arðgreiðslur greiða upp kaupvirðið á fáum árum með sama framhaldi. Strax árið 2023 tilkynnti félagið um arðgreiðslu að fjárhæð 280 milljónir króna.
Komment