
Mynd: KinoMasterskaya/Shutterstock
Banaslys varð um klukkan níu í gærkvöldi á gatnamótum Vatnagarða og Sundagarða í Reykjavík. Þetta staðfestir Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi, í samtali við RÚV. Um er að ræða mann á fullorðinsaldri, sem var einn á ferð.
Samkvæmt upplýsingum lögreglu fór bíll mannsins út af veginum við svæði þar sem fyrirtækið Hringrás var áður til húsa, og var fallið frá veginum talsvert hátt. Vitni urðu að slysinu og er verið að taka af þeim skýrslur.
Orsök slyssins eru ekki ljós að svo stöddu, en Guðmundur bendir á að aðstæður hafi verið erfiðar vegna myrkurs og rigningar, sem takmarkaði skyggni.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment