
73 ára gamall karlmaður lést síðdegis í gær eftir að hafa verið dreginn upp úr sjó í hjartastoppi við strendur Taliarte á Gran Canaria. Samkvæmt upplýsingum frá neyðarþjónustu Kanaríeyja stafaði hjartastoppið af því að hann hafði innbyrgt sjó.
Atvikið átti sér stað um klukkan 17:30 þegar aðrir baðgestir urðu mannsins varir í erfiðleikum í sjónum og náðu að koma honum upp á land. Þeir hófu þegar tilraunir til endurlífgunar, og skömmu síðar kom baðstrandavörður þeim til aðstoðar.
Þegar sjúkraflutningamenn SUC komu á vettvang staðfestu þeir að maðurinn væri í hjarta- og öndunarstoppi og héldu áfram með endurlífgunaraðgerðir.
Þrátt fyrir viðleitni þeirra tókst ekki að endurlífga manninn og var andlát hans staðfest á vettvangi.
Lögreglan hefur tekið að sér rannsókn málsins og nauðsynlegar formlegar aðgerðir til að hægt sé að bera kennsl á manninn og staðfesta dánarorsök hans með krufningu.
Komment