Tólfta eldgosið á Reykjanesskaga frá því að hann vaknaði til lífsins 2021 hefur annað yfirbragð en hin.
Andrúmsloftið er nú líkara upphaflegu gosunum í Fagradalsfjalli, eða í Geldingadölum, þar sem áhugasamt göngufólk streymir að. Þetta er níunda eldgosið í Sundhnúkagígaröðinni. Hraun hefur bunkast upp austan megin við gíginn og er sjálfur Fagridalur, sem Fagradalsfjall er kennt við, að hverfa.
Annað sem er að hverfa er jafn aðgangur fólks að eldgosinu óháð efnahag. Nú liggur gönguleiðin eftir vegarslóða sem stórt ferðaþjónustufyrirtæki, Icelandia, hefur fengið einkarétt á að nota fyrir rútur sínar. Því er kominn forgangur að gosinu, líkt og þegar fólk kaupir forgangsmiða í flug Play, nema hvað að í þetta sinn þurfa þau sem borga ekkert að víkja fyrir fjallarútunum Icelandia.



Icelandia er vörumerki sem ferðaþjónusturisinn Kynnisferðir tóku upp fyrir þremur árum. Eigendur Icelandia, eða Kynnisferða, eru þekktir athafnamenn úr svokallaðri Engeyjarfjölskyldu: Einar Sveinsson, Jón Benediktsson, Benedikt Einarsson og fleiri. Þá var Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, einn stærsti einstaki eigandinn. Að auki eiga ýmsir lífeyrissjóðir félagið á móti þeim.
Landeigendur Hrauns hafa samið við Icelandia um að einungis það félag, svo og viðbragðsaðilar, fái aðgang að slóðanum og var greint frá því á Vísi að rafmagnshlið yrði sett upp til að stýra aðgangi með þeim hætti. Leiðin fyrir aðra er að leggja bíl í svokallað P1 gjaldsvæði og greiða 1.000 krónur í gegnum Parka-appið, eða ellegar fá 3.500 króna sekt frá fyrirtækinu.
Í frétt Vísis sagði að ekki hefði …
Komment