
Eldar Sigurðarson hefur verið dæmdur í tveggja mánaða fangelsi af Héraðsdómi Reykjavíkur en hann var dæmdur fyrir líkamsárás.
Hann var ákærður fyrir að ráðast á mann aðfaranótt laugardagsins 12. nóvember 2022 við Hverfisgötu með ofbeldi og sparka aftan í læri hans og kýlt hann með krepptum hnefa í andlitið með þeim afleiðingum að fórnarlamb hans missti meðvitund. Það hlaut einn sjö sentimetra langan skurð á höfði og brot á hægri sköflungi.
Brotaþoli fór fram á 20 þúsund krónur í skaðabætur vegna tjóns á fötum en ekki voru nein gögn um tjón á fötum lögð fram. Þó er tekið fram í læknisvottorði að mikið blóð hafi verið að fötum hans þegar hann kom upp á bráðamóttöku eftir árásina.
Eldar játaði brot sitt og var dæmdur til að greiða brotaþolanum 520 þúsund krónur auk vaxta. Hann þarf einnig að greiða 280 þúsund krónur í málskostnað. Þá var honum gert að greiða verjanda sínum eina milljón króna.
Dómur hans er skilorðsbundinn til tveggja ára.
Komment