Í dagbók lögreglu frá því í gærkvöldi og í nótt segir frá því að tilkynni hafi verið um víðáttuölvaðan mann í miðborginni. Hann var fluttur á lögreglustöð vegna ástands.
Maður var ósáttur við að hafa verið vísað út af öldurhúsi í miðborginni og fór að berja á rúður. Honum var vísað á brott.
Eldamennska fór úr böndunum með þeim afleiðingum að reykræsta þurfti húsið að sögn lögreglu.
Mannlaus bifreið rann niður brekku og utan í nokkrar aðrar bifreiðar á ferðalagi sínu.
Áflog voru milli manna á knæpu og stillti lögregla til friðar.
Nokkrir ökumenn voru teknir undir áhrifum.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment