
Í dagbók lögreglu frá því í nótt og í gærkvöldi er greint frá því að lögreglu hafi verið kölluð til vegna umferðaróhapps. Þar hafði bifreið verið ekið á vegfaranda á mjög litlum hraða og hlaut viðkomandi minni háttar meiðsl.
Lögregla var kölluð til vegna fjársvika á veitingahúsi en þar hafði aðili pantað sér veitingar sem viðkomandi gat svo ekki greitt fyrir.
Ökumaður var stöðvaður í akstri grunaður um akstur án ökuréttinda. Var málið leyst með vettvangsskýrslu.
Lögregla var kölluð til vegna umferðaróhapps. Enginn slasaðist og minni háttar eignatjón varð.
Bílstjóri var stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var látinn laus eftir sýnatöku á lögreglustöð.
Lögregla var kölluð til þar sem eldur hafði kviknað í ökutæki. Búið var að slökkva eldinn áður en viðbragðsaðilar komu að og engan sakaði.

Komment